Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 17
FLÓTTINN TIL GUANTANAMOSTÖÐVARINNAR
15
stöðinni við Guantánamoflóa. Hann
átti að sækja þangað salt og flytja
til Havana. Þar frétti hann um enn
aðra, sem biðu þess í ofvæni að
geta flúið frá Kúbu. Þar á meðal
voru negrar, sem höfðu komizt að
því að byltingin reyndist þeim
grimmilegt gabb, flóttamenn úr
nauðungarvinnuflokkum og stúd-
entar, sem þráðu að kynnast frels-
inu, hann setti sig í samband við
foringja þessa hóps, vélvirkja, Fran-
cisco Alonso að nafni. Og hann
ávann sér traust hans, eftir að hafa
sótt nokkra leynilega fundi hópsins.
„Það er mögulegt að flýja til
bandarísku stöðvarinnar,“ sagði Al-
onso, „en það er mjög hættulegt.
Það er geysilega strangt eftirlit með
öllum mannaferðum Kúbumegin, og
flóttamenn eru skotnir umsvifalaust
eða teknir höndum og dæmdir til
30 ára dvalar í fangabúðum. En
gætum við einhvern veginn náð
tangarhaldi á vörubíl, tækist okkur
kannske að aka á fleygiferð í gegn-
um allar varnirnar."
„Ég skal leggja fram vörubílinn,“
sagði Delgado og átti þá við gamla
bandaríska vörubílinn sinn af gerð-
inni „White“ 1958. Það var stór
grænn, yfirbyggður flutningabíll,
sem gekk fyrir sovézkri diselvél.
„Við vinnum saman.“
Alonso dró óhreint og velkt kort
undan skyrtu sinni. Það var af aust-
urhlutu Orientehéraðs. Tímunum
saman grandskoðuðu þeir varnar-
stöður stjórnarinnar á kortinu,
ræddu mögulegar aðgerðir og gerðu
ótal áætlanir. Delgado fann til
hugarléttis í fyrsta skipti á mörgum
mánuðum, er hann lagði aftur af
stað til Havana. „Ég veit ekki, hvort
okkur tekst það,“ hugsaði hann, „en
við erum þó að minnsta kosti að
reyna.“
GJÖF TIL FIDELS
Það var miklum erfiðleikum
bundið að samræma aðgerðir þeirra
Delgados, sem var nú að eyða mest-
öllum vinnudegi sínum í aðalstöðv-
um Transportes Nacionales í Ha-
vana, og Alonsos, sem var austur í
Guantánamo. Hvorugur þeirra
kærði sig um að nota símann af ótta
við, að samtöl þeirra yrðu hleruð af
leynilögreglunni. Og því urðu trúir
aðstoðarmenn þeirra að bera skila-
boð milli borganna. Að lokum voru
áætlanirnar tilbúnar. Eufemio ætl-
aði að senda 22 ættingja og vini
með lest frá Havana til Santiago á
suðausturströnd Kúbu, en borg sú
er um 50 mílur frá Guantánamo-
stöðinni. Þar átti fólk þetta að bíða,
þangað til hann tæki það þar upp í
bíl sinn. Svo áttu þau öll að fara
til Guantánamoborgar, sem er um
15 mílur frá bandarísku flotastöð-
inni. Þar áttu þau að hitta hóp Al-
onsos og reyna svo öll í sameiningu
að ná til flotastöðvarinnar.
Flótt:nn var ákveðinn 17. desem-
ber. Allt fór fram samkvæmt áætl-
un í fyrstu. Eufemio kom konu sinni
og börnum fyrir í flutningabílnum,
og svo tók hann upp 22 farþega í
Santiago að morgni þess 17. og lagði
af stað í áttina til Guantánamo. En
hann gerði sér strax grein fyrir því,
að það var eitthvað að, þegar hann
stöðvaði bíl'nn á staðnum, þar sem
taka átti síðustu flóttamennina upp
í. Þar voru engir aðrir en Alonso,