Úrval - 01.09.1969, Side 19

Úrval - 01.09.1969, Side 19
FLÓTTINN TIL GUANTANAMOSTÖÐVARINNAR 17 Pedro færði honum góðar fréttir. „Flóttinn hefur verið ákveðinn 6. janúar. Það er allt tilbúið.“ Þá yrði haldin hátíðleg „Hátíð vitringanna þriggja,“ en þann dag skiptast Mið- og Suður-Ameríkumenn á jólagjöf- um. „Þá gefum við sjálfum okkur og Fidel sannkallaða gjöf,“ hugsaði Delgado með sjálfum sér. „LENGSTI DAGURINN“ Hann athugaði vinnuáætlun sína vandlega og komst að því, að þá viku átti hann að aka frá Havana vestur til Pinar del Riohéraðs og síðan þvert yfir Kúbu suður til Shamgúey, sem er tæpar 250 milur frá Guantánamo. Þetta var prýðileg tylliástæða. Svo hafði hann sam- band við vini og ættingja, sem höfðu verið með í fyrri ferðinni. Enginn dró sig í hlé, heldur grátbáðu ýmsir aðrir, sem frétt höfðu um fyrirætl- unina, um að fá að koma með. Þeg- ar hópurinn frá Havana lagði svo af stað í lest 3. janúar til Santiago, var hann því stærri en upphaflega hafði verið gert ráð fyrir. í honum voru nú 36 manns. Delgado fór frá Havana sama morguninn til æskulýðsbúða í Pinar del Riohéraði. Þangað sótti hann 80 menn, sem flytja átti til sykurmyllu í Camagúey. Ferðin tók 22 stundir. Delgado skilaði verkamönnunum af sér. Hann var nú orðinn úttaugaður og fékk sér því nokkurra stunda hvíld, áður en hann lagði af stað til Contramaestre. Hann kom heim klukkan 3 að nóttu 5. janúar, lagði bílnum þar sem lítið bar á og beið heima allan daginn, sem hann segir, að hafi verið „lengsti dagur lífs síns“. Klukkan 1 eftir miðnætti aðfara- nótt 6. janúar gekk Delgado í síð- asta sinn út um dyrnar á íbúð sinni ásamt fjölskyldunni. Þau skildu eft- ir allt það, sem var þeim svo und- ur kært. A tæpum tveim tímum tókst þeim að komast til Santiago, þar sem hópurinn frá Havana beið þeirra. Þau voru öll dulbúin sem sjálfboðaliðar við uppskerustörf á leið til vinnu á sykurreyrsekrunum. Eufemio gaf ekki til kynna á neinn hátt, að hann þekkti þau, er hann byrjaði að reka þau upp í bílinn. „Flýtið ykkur!“ hrópaði hann. „Sykurreyrinn bíður eftir því að verða skorinn.“ Að nokkrum mínútum liðnum var bíllinn lagður af stað í áttina til Guantánamo, en þar ætlaði Del- gado að taka Alonso og 20 aðra far- þega upp í. En hann várð ekki síður undrandi þar. Þegar hann kom til hins fyrirfram ákveðna staðar, upp- götvaði hann sér til mikillar skelf- ingar, að þar beið / næstum 100 manns í stað þeirra 20, sem hann hafði búizt við. Það voru miðaldra konur, unghngspiltar, ungbörn í fangi mæðra sinna. „Þið eruð allt of mörg. Þessi fjöldi gerir flótta- tilraunina of erfiða,“ sagði Delgado möglunarrómi við Pedro. „Hvað getum við gert?“ spurði Pedro. „Ekki getum við neitað að taka þau með.“ Delgado samþykkti, að hann hefði rétt fyrir sér. Svo spurði hann eftir Alonso. „Hann hefur dregið sig í hlé og er hættur við þetta,“ svaraði Pedro. „Honum tókst ekki að ná í
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.