Úrval - 01.09.1969, Page 21

Úrval - 01.09.1969, Page 21
FLÓTTINN TIL GUANTANAMOSTÖÐVARINNAR 19 skutust á bak við bílinn og skutu þaðan að vörðunum, sem nálguðust óðfluga. Þeir felldu tvo, en skamm- byssur þeirra áttu lítið erindi við hin sjálfvirku, tékknesku vopn varðmannanna, sem voru af beztu gerð. Um hálf tylft flóttamanna féll til jarðar, er þeir nálguðust girð- inguna. „Beygið ykkur niður!“ hrópaði Delgado. Þeir Pérez yfir- gáfu nú vörubílinn til þess að hjálpa konum og börnum, sem stauluðust áfram og duttu í sífellu. Þeir, sem komust að gaddavírs- hindruninni, sem var fjögur fet á hæð og fjögur fet á breidd, rifu sig og tættu illilega, er þeir klöngruð- ust yfir hana. Fötin tættust utan af konunum, og börnin rifu sig á hönd- unum. En samt héldu þau áfram að berjast æpandi á hæl og hnakka, rifin og blóðug, og komust við illan le:k yfir girðinguna hvert af öðru. Delgado tókst að koma Olgu konu sinni og öllum börnunum fjórum yfir girðinguna. Svo heyrði hann Gloriu Morales hrópa á hjálp. „ Ég kemst þetta aldrei!“ hrópaði hún. „Taktu barnið. Komdu henni yfir um — til frelsisins." Eufemio tók við barninu, einmitt um leið og hann sá sinn eigin bróður og mágkonu handtekin í tæpra 50 metra fjarlægð. Vörðunum miðaði nú mjög hratt áfram, enda hand- tóku þeir nú hvern flóttamanninn á fætur öðrum. „Komdu yfir um! Komdu yfir um!“ hrópaði Olga hinum megin við girðinguna. Delgado kastaði barninu yfir gaddavírsgirðinguna. Svo klöngraðist hann sjálfur yfir hana, þar eð hann sá, að hann gat ekkert frekar aðhafzt. Það voru aðeins liðnar tæpar 20 mínútur, síðan hann hafði beygt út af þjóðveginum. Þegar bandarískir landgönguliðar komu að fólkinu nokkrum mínútum síðar, fundu þeir þar 88 hugrakka menn, konur og börn, sem tekizt hafði að sleppa burt — til frelsisins. Það var ömur- legt til þess að hugsa, að um 40 aðr- ir, sem nú dvelja í fangabúðum eða eru dánir, höfðu ekki verið eins heppnir. Þeim hafði ekki tekizt að sleppa. Klukkan var 8 að morgni þ. 6. janúar, á „Hátíð vitringanna þriggja“. Eufemio hafði tekizt að framkvæma mestu fjöldaflóttaáætl- un á gervöllum 10 ára kommúnista- stjórnarferli Castros. Veikbyggð, smávaxin kona, blóðug á höndum og fótum, greip um hendur Del- gados og þakkaði honum grátandi fyrir. „Þú hefur gefið okkur mestu gjöf lífs okkar,“ hrópaði hún. „Því getum við aldrei gleymt.“ Hjónabandsauglýsing í Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn: „Herramaður, sem styður jafnrétti kynjanna af heiLum huga, leitar eftir kynningu við konu í góðri stöðu með tryggðum eftirlaunum, sem getur tryggt honum örugga framtíð.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.