Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 24
22
ÚRVAL
verða fljótlega dæmi um nútíma-
byggingarlist eins og Listasafn rík-
isins og Hadassah-sjúkrahúsið.
Dýragarðurinn hefur innan sinna
veggja hvorki meira né minna en
sjö hundruð dýrategundir, og þeirra
meðal eru næstum allar hinar 110
tegundir, sem minnzt er á í biblí-
unni.
Jerúsalem verður enn að teljast
lítil borg. íbúartalan er um 270
þúsund og nær ekki tíunda hluta
ísraelsmanna allra. Um 200 þúsund
íbúa borgarinnar eru Gyðingar.
Gizkað er á, að um 12 þúsund þeirra
séu kristnir. Sumir borgarhlutarnir
hafa yfir sér arabiskan blæ. Tvö
helztu strætin, Ben Yehuda og Jaffa
Road, minna meira á Bagdað en
New York, og ýmsir þjóðlegir réttir
eru seldir á götum úti. Arabarnir
klæðast „keffiah“, sem er hvítur
búningur, bundinn með svartri
snúru og heyra má ,,muzzin“ kalla
í hátalara frá næsta guðshúsi og
minna hina trúuðu á að snúa sér í
áttina til Mecca og biðjast fyrir.
f „gömlu borginni“ eru margar
göturnar ekki breiðari en gang-
stéttir, og eru þær krókóttar og
mishæðóttar, sumar yfirbyggðar á
köflum og minna því á göng. Við
hjónin gengum einn daginn eftir
El-Bazaar-götu og upp lág yfir-
byggð þrep. Á þessum stað voru
seld bæði hebrezk og arabisk dag-
blöð.
í Jerúsalem eru næstum allir
ávarpaðir með fornafni sínu. Við
vorum að neyta miðdegisverðar
með Moshe Dayan varnarmálaráð-
herra, þegar bílstjórinn hans birtist
í borðsalnum, klappaði Dayan á
öxlina og mælti: „Það er komin
tími til að fara, Moshe“ Á sumrin
er þjóðarvenja að ganga í hvítri
skyrtu, opinni í hálsinn. Orðið „Sha-
lom“, sem þýðir „friður“, er almenn
kveðja.
Helgidagar Vikunnar eru þrír:
föstudagurinn hjá Múhameðstrúar-
mönnum, laugardagur hjá Gyðing-
um og sunnudagur hjá kristnum.
Sumir ráðherranna hafa stungið
upp á að lögleiða fimm daga vinnu-
viku, en ekkert komizt áleiðis með
það, þar sem aðrir telja, að landinu
veiti ekki af, að vinnukrafturinn sé
nýttur til hins ýtrasta.
Alvarleg afbrot, eins og mann-
dráp, eru næstum óþekkt innan
borgarinnar, og fátt er um vand-
ræðaunglinga. Og hinir svonefndu
„hippíar“ fyrirfinnast ekki, — að
minnsta kosti ekki enn. „Þetta er
vinnandi borg. Fólkið hefur ekki
neinn tíma til óspekta“, sagði við
mig Theodor Kollek, borgarstjóri í
Jerúsalem, en hann gengur undir
nafninu Teddy. En viðurkennast
verður, að sumir lögreglumenn bera
byssur vegna hins stjórnmálalega
ástands.