Úrval - 01.09.1969, Side 29

Úrval - 01.09.1969, Side 29
BÖRNIN ÚR AUSTRI 27 skemmtileg mótsetning við okkar vestrænu börn; þá sefur það venju- lega í sína tólf tíma, án þess að rumska, næstu þrjá mánuði. Þetta er ekki vegna þess að barn- ið er af öðru þjóðerni, heldur hafa þessir litlu vesalingar aldrei haft næði til að hvílast eðlilega frá fæð- ingu. Það er að vinna upp svefn- þörfina, er í rauninni endurborið, en þegar það hefir unnið upp þessa svefnþörf, þá geturðu bókað að þú lendir í sama stríði og allir aðrir með að koma þeim í rúmið á kvöldin. Allir foreldrar eru svo þrautreyndir í þeirri baráttu, að það er ekki þörf að fara nánar út í þá sálma. Dætur okkar komu ekki á sama tíma, það liðu nokkrar vikur á milli. Fólkið, sem upphaflega var búið að ættleiða þær, gat, af ófyrirsjáanleg- um ástæðum, ekki haft þær; en þó gátu þau haft yngri telpuna eitthvað lengur, svo það var Eva sem kom fyrst. Þetta skeði allt mjög skyndilega. Við höfðum verið önnum kafin við að koma börnum frá Vietnam fyrir hjá Kvekarafjölskyldum, í meira en mánuð, og þótt heimili okkar hefði komið til tals, kom þetta okkur á óvart. Ég hafði hitt hana áður. Þegar það kom á daginn að telpurnar gátu ekki verið um kyrrt hjá fósturfor- eldrunum, fór framkvæmdastjóri ættleiðingaskrifstofunnar til að tala við foreldrana. Ég kom á skrifstof- una í þann mund sem hún var að leggja af stað, svo ég slóst í för með henni. Það var augljóst að ekki var hægt að ræða þetta mál i áheyrn telpunnar, svo ég tók hana með mér út, og ætlaði að kaupa handa henni ís. Það reyndist ekki vera nein ís- búð í nágrenninu, svo við fórum inn á heldur leiðinlega veitingastofu. Hún talaði lítið, og ég fór að teikna myndir af konu og hundi á umslag. Ég skrifaði ,,mamma“ og „hundur", fyrir neðan myndirnar. fsinn henn- ar var svo frosinn, að í hvert sinn sem hún stakk skeiðinni í hann, snerist barstóllinn sitt á hvað. Ég var alveg undrandi yfir þeim virð- ugleik sem kom fram hjá þessari litlu veru, því það var augljóst að hún var í erfiðri aðstöðu. Það segir sig sjálft að þessir munaðarleys- ingjar setja allt sitt traust á fólkið, sem þeir eiga eftir að búa með í framtíðinni. Þetta kvöld skrifaði ég hjá mér þau áhrif sem þessi viðkynning hafði á mig, og mér fannst stórkost- legt hve mikinn þroska hún sýndi. Nokkrum dögum síðar hringdi síminn; það var framkvæmdastjóri skrifstofunnar. Ástæðurnar á heim- ili telpnanna var þannig að nauð- synlegt var að flytja aðra telpuna strax. Það er ekki hægt að ganga frá endanlegum ættleiðingarskjöl- um á stuttum tíma, svo hún spurði hvort við gætum ekki haft hana til bráðabirgða. Við svöruðum auðvit- að að það væri sjálfsagt. Við höfð- um nóg húspláss, og við höfðum ákveðið að taka börn frá Vietnam, og ekkert þeirra var komið ennþá. Marjorie var lasin og lá í rúminu, en okkur fannst að eitt barn gæti ekki orðið til mikilla óþæginda. Eva kom um kvöldið, og með henni þrjár konur frá umboðsskrif-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.