Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 29
BÖRNIN ÚR AUSTRI
27
skemmtileg mótsetning við okkar
vestrænu börn; þá sefur það venju-
lega í sína tólf tíma, án þess að
rumska, næstu þrjá mánuði.
Þetta er ekki vegna þess að barn-
ið er af öðru þjóðerni, heldur hafa
þessir litlu vesalingar aldrei haft
næði til að hvílast eðlilega frá fæð-
ingu. Það er að vinna upp svefn-
þörfina, er í rauninni endurborið,
en þegar það hefir unnið upp þessa
svefnþörf, þá geturðu bókað að þú
lendir í sama stríði og allir aðrir
með að koma þeim í rúmið á
kvöldin. Allir foreldrar eru svo
þrautreyndir í þeirri baráttu, að
það er ekki þörf að fara nánar
út í þá sálma.
Dætur okkar komu ekki á sama
tíma, það liðu nokkrar vikur á milli.
Fólkið, sem upphaflega var búið að
ættleiða þær, gat, af ófyrirsjáanleg-
um ástæðum, ekki haft þær; en þó
gátu þau haft yngri telpuna eitthvað
lengur, svo það var Eva sem kom
fyrst.
Þetta skeði allt mjög skyndilega.
Við höfðum verið önnum kafin við
að koma börnum frá Vietnam fyrir
hjá Kvekarafjölskyldum, í meira en
mánuð, og þótt heimili okkar hefði
komið til tals, kom þetta okkur á
óvart.
Ég hafði hitt hana áður. Þegar
það kom á daginn að telpurnar gátu
ekki verið um kyrrt hjá fósturfor-
eldrunum, fór framkvæmdastjóri
ættleiðingaskrifstofunnar til að tala
við foreldrana. Ég kom á skrifstof-
una í þann mund sem hún var að
leggja af stað, svo ég slóst í för með
henni. Það var augljóst að ekki var
hægt að ræða þetta mál i áheyrn
telpunnar, svo ég tók hana með mér
út, og ætlaði að kaupa handa henni
ís. Það reyndist ekki vera nein ís-
búð í nágrenninu, svo við fórum inn
á heldur leiðinlega veitingastofu.
Hún talaði lítið, og ég fór að teikna
myndir af konu og hundi á umslag.
Ég skrifaði ,,mamma“ og „hundur",
fyrir neðan myndirnar. fsinn henn-
ar var svo frosinn, að í hvert sinn
sem hún stakk skeiðinni í hann,
snerist barstóllinn sitt á hvað. Ég
var alveg undrandi yfir þeim virð-
ugleik sem kom fram hjá þessari
litlu veru, því það var augljóst að
hún var í erfiðri aðstöðu. Það segir
sig sjálft að þessir munaðarleys-
ingjar setja allt sitt traust á fólkið,
sem þeir eiga eftir að búa með í
framtíðinni.
Þetta kvöld skrifaði ég hjá mér
þau áhrif sem þessi viðkynning
hafði á mig, og mér fannst stórkost-
legt hve mikinn þroska hún sýndi.
Nokkrum dögum síðar hringdi
síminn; það var framkvæmdastjóri
skrifstofunnar. Ástæðurnar á heim-
ili telpnanna var þannig að nauð-
synlegt var að flytja aðra telpuna
strax. Það er ekki hægt að ganga
frá endanlegum ættleiðingarskjöl-
um á stuttum tíma, svo hún spurði
hvort við gætum ekki haft hana til
bráðabirgða. Við svöruðum auðvit-
að að það væri sjálfsagt. Við höfð-
um nóg húspláss, og við höfðum
ákveðið að taka börn frá Vietnam,
og ekkert þeirra var komið ennþá.
Marjorie var lasin og lá í rúminu,
en okkur fannst að eitt barn gæti
ekki orðið til mikilla óþæginda.
Eva kom um kvöldið, og með
henni þrjár konur frá umboðsskrif-