Úrval - 01.09.1969, Síða 33
31
ér þykir gaman að lesa
bækur, sem segja
manni, hvernig maður
á að fara að hlutunum.
Mér er alveg sama, um
hvað þær fjalla. Mér fannst „Betra
minni á 10 dögum“ alveg ágæt. Tíu
dagar ... Tíu aðferðir ... Tíu sig ...
Tíu áfangar... sko eitthvað í þeim
dúr. Önnur góð var „Orðaforði þinn
er spegilmynd af sjálfum þér“. Hún
hafði margt prýðilegt að geyma. En
ein sú bezta var „Hvernig öðlast á
innihaldsríkara kynlíf“. Ég vakti í
rauninni alla nóttina við að ljúka
henni.
Konan mín sagði, að ég væri alveg
vitlaus að vaka svona lengi. „Þú
veizt vel, hvernig þér líður, þegar
þú færð ekki næga hvíld,“ sagði
hún. Ég benti henni á, að það væri
ýmislegt, sem væri þýðingarmeira
en svefn. Ég bætti því við, að hún
yrði líklega hissa á því, hvað hún
gæti lært af þessar bók. Hún sagð-
ist þá skyldu lesa hana, þegar hún
færi að hátta næst.
Þegar ég fór í háttinn þá um
kvöldið, sá ég bókina opna á rúm-
inu og Maggie steinsofandi. Ég fékk
mér í glas og hugsaði alvarlega um
þetta svolitla stund. Ég hafði vakað
alla nóttina til þess að verða full-
numa í faginu, en Maggie hafði
sofnað á blaðsíðu 3. Ja, það var víst
sannarlega ekki vanþörf á inni-
haldsríkara kynlífi!
Ég nefndi þetta við morgunmat-
inn næsta morgun — svona í gam-
ansömum tón. Maggie stóð þá við
eldavélina. Hún hreytti einhverju
hryssingslega úr sér.
„NÚ,“ spurði ég.
--_____ _
Leiðin
til
hjóna-
bands-
öng-
þveitis
______________y
E’ftir WILL STANTON
Eg hafði vakað alla nóttina
til að verða fullnuma í faginu.
En Maggie hafði sofnað
á bls. 3. Ja, það var víst ekki
vanþörf á innihaldsríkara
kynlífi!
— New Yorker —