Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 34
32
ÚRVAL
Hún svaraði ekki. „Það er ekkert
á móti því að tjá sig kröftuglega,“
sagði ég, „en athugasemd mín var
nú gerð í gamni.“
„Ég brenndi mig á hendinni,"
sagði Maggie önuglega, „á heitri
feiti.“
„Það þykir mér leitt að heyra,“
sagði ég. „Þú ættir að gæta þín,
þegar þú ert að eiga við heita elda-
vél.“ Við skiptumst á nokkrum fleiri
innihaldslausum setningum, og svo
fór ég í vinnuna.
Yfirleitt trúi ég ekki á tilviljanir,
en síðdegis sama dag rakst ég á
pappírskilju eina í blaðsöluturni,
og mér fannst hún hitta beint í
mark. Þar var ekkert verið að klípa
utan af hlutunum. Það ríkti friður
og ró, þegar ég kom heim. Krakk-
arnir voru heima hjá ömmu sinni,
en Maggie var að veggfóðra í and-
dyrinu. „Halló,“ sagði ég, „hvernig
er höndin?“
„Ha?“ sagði hún. „Ó, það er allt
í lagi með hana.“
„Ég er með svolítið handa þér,
svolitla gjöf.“ Hún stóð uppi í stiga.
Hún leit niður til mín. Ég rétti
pakkann í áttina til hennar. „Komdu
niður.“
„Gjöf?“ spurði hún. Hún þurrk-
aði sér um hendurnar á gallabux-
unum. „Jæja.“ Hún opnaði pakkann
og leit á bókina. „Venus í Donny-
brook,“ las hún upphátt, „Leiðbein-
ingar í hjónabandserjum“. Hvað í
ósköpunum ....“ Hún klifraði aftur
upp í stigann.
„Nafnið skýrir sig sjálft,“ sagði
ég. „Jákvæð rifrildi geta stuðlað
mjög að því að skapa heilbrigðari
sambúð milli hjóna. En samt ekki,
ef maður rífst bara alveg ókerfis-
bundið. Sko, samkvæmt bókinni
ætti að ákveða vissan tíma fyrir
þrætur og rifrildi.“
„Ó, almáttugur,“ sagði Maggie.
„Ég veit að þetta virðist vera
skrýtið, en þegar maður fer að
hugsa betur um það ...“ Ég náði í
stól inn í borðstofu og kom með
hann fram í anddyrið til hennar,
svo ég gæti fengið mér sæti, meðan
ég ræddi við hana. „Við skulum
taka daginn í dag sem dæmi. Ég
varð að fara í vinnuna. Þú hafðir
brennt þig á hendinni. Það var ekki
hægt að hugsa sér óhentugri tíma
fyrir rifrildi.“
„Sagði bókin þér það?“ spurði
hún hæðnislega.
„Rétt,“ svaraði ég. „En kannske
er þetta ekki heldur hentugur tími.
Ef þú vildir heldur .. ..“
„Nei,“ svaraði hún. „Það er allt
í lagi með tírnann." Hún rúllaði í
sundur veggfóðursrúllu á gólfinu og
fór að bera lím á hana. „Hann gæti
ekki verið betri.“
„Ágætt.“ Ég opnaði bókina. „Það
er þýðingarmikið, að rifrildi verði
ekki nokkurs konar ruslakarfa fyr»-
ir alls konar smávægilegt ergelsi og
móðganir, svo að við ættum að byrja
á því að ákveða, hvar við stöndum
og lýsa því síðan yfir.“
Maggie bar álímdu veggfóðurs-
lengjuna upp stigann og fór að líma
hana á vegginn við hliðina á skáp-
hurðinni. „Það hentar mér vel.“
„Með öðrum orðum, um hvað vilj-
um við rífast? Það gæti verið svo
margt, hegðun barnanna, ökuvenj-
ur, kosnaður heimilishaldsins, við-
horf mömmu þinnar — hvað sem