Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 35
LEIÐIN TIL HJÓNABANDSÖNGÞVEITIS
33
er. Ég ætla að lofa
þér að ákveða það.“
„Ég get ekki tekið
neina ákvörðun,“
sagði hún. „þetta
hljómar allt alveg
ágætlega." Hún átti
nú í einhverj'um
vandræðum með
veggfóðrið. Það fest-
ist alltaf við stigann.
„Kannski við byrj-
um þá á kynlífinu,"
sagði ég. „Fyrsta
skrefið er að nefna
það skýrum stöfum,"
Maggie stafaði orðið.
„Ja,“ sagði ég, „ég er
nú ekki alveg viss
um, að höfundurinn
hafi meint það á
þann hátt. En það er
enginn skaði skeður.
Næst lýsir maður yf-
ir núverandi afstöðu
sjnni með því að
réttlæta fyrri hegð-
un. Viltu ræða það
nánar?“ Hún var að reyna að klippa
þannig af lengjunni, að hún félli
alveg þétt að dyraumbúnaðinum. Ég
hélt áfram: „Þú hentir til dæmis
gaman að bókinni, sem ég keypti
um daginn. Langi þig til þess að
réttlæta þessa afstöðu þína . ...“
„Nei,“ sagði hún. „Annaðhvort
finnst manni eitthvað fyndið eða
manni finnst það ekki.“
Ég leit sem snöggvast yfir efnis-
yfirlit bókarinnar. Það virtist ekk-
ert vera minnzt á þessa hlið málsins
í bókinni. „Næsta skrefið,“ hélt ég
áfram, „er að skilgreina hið raun-
verulega þrætuefni.“ Maggie spurði
hvort ég ætti við kynlíf með þess-
um orðum. Ég sagði „já“. „Afstaða
mín er sú,“ sagði ég, „að ég álít, að
hverri manneskju beri að læra allt,
sem hún getur lært um efnið.“ Hún
fór að límbera aðra lengju. ,,Gæt-
irðu samþykkt það?“
Hún tautaði eitthvað, sem ég
heyrði ekki greinilega, eitthvað á
þá leið, að maður lærir ekki að
veggfóðra með því að lesa bók. „Þú