Úrval - 01.09.1969, Side 39
36
37
Kiqyjnrnir komu á nokkuri'a
mímítna fresti og skelfingu
lostið fólkið flúði lxrynj-
andi vistarverur sínar.
Einn mesti
jarðskjálfti sögunnar
stólar fœröust úr staö,
reykháfar hrundu.
inn 15. desember árið
1811 hafði verið frið-
samur dagur hjá hin-
um átta hundruð íbú-
um bæjarins New
Madrid á bökkum Missisippi-fljóts-
ins. Enda þótt veður væri drunga-
legt, lögðu fiskimenn út á ána og
veiðimenn inn í skógana. Að und-
anteknum hinum franskættuðu
íbúum bæjarins, sem héldu dans-
leik, gengu allir snemma til náða
að venju.
Klukkan tvö eftir miðnætti
hrukku íbúarnir upp úr svefni sín-
um við geysiharðan kipp. Hús
hristust, borð og stólar færðust úr
stað, reykháfar hrundu. Skelfingu
lostið fólkið flúði hrynjandi vistar-
verur sínar, en utandyra tók lítið
betra við, því jörðin gekk í bylgj-
um undir fótum manna. Kippirnir
komu á nokkurra mínútna fresti.
Hálfri klukkustund eftir fyrsta
jarðskjálftann jókst óhugnaðurinn.
Svört ský, menguð brennisteinseim,
dró fyrir tunglið, sem var nýkvikn-
að og jörðin huldist myrkri. Brenn;-
steinsfnykur, eldstungur eða eld-
ingaleiftur og fljúgandi kolamolar
gaus upp úr gjám, sem myndazt
höfðu í næsta nágrenni, og margir
héldu, að jörðin væri að farast í eldi
og brennisteini. Kona ein missti al-
gerlega stjórn á sér og tók á rás i
dauðans ofboði eitthvað út í busk-
ann, hljóp þar til kraftarnir brustu
og hún hné örend niður.
í birtingu hélt hræringunum
áfram, og fólkið ekki einungis fann
jörðina ganga í bylgjum, heldur sá
það líka. Hús, menn og tré lyftust
frá jörðu, er bylgjurnar riðu yfir.
„Skógartré lögðust á hliðina og
féllu, eins og herfylking legði byss-
ur sínar til jarðar í takt eftir skip-
un,“ sagði einn fréttamaðurinn.
Gjá ein, sem opnaðist ofan í jörð-
ina, spýtti margra metra í loft upp
sandi- vatni og bikflyksum.
Hvarvetna þar sem bylgjurnar
enduðu, opnuðust stórar spungur í
jarðveginn. Kaupmaður e:nn hafði
til að mynda komið fyrir í kjallara
sínum bátsfarmi af leirmunum, en
jörðin undir húsi hans opnaðist og
gleypti kjallarann og innihald hans,
og hefur ekkert af því sézt síðan.
Frá miðju jarðskjálftanna í New
Madrid breiddust umbrotin bæði til
norðurs og suðurs eftir Missisippi-
dalnum. í skógum norður-Kanada
greip um sig skelfing meðal Indíán-
anna og íbúa Washington-fylkis, og
— Readers Digest —
H