Úrval - 01.09.1969, Síða 41
EINN MESTI JARÐSKJÁLFTI SÖGUNNAR
39
mannslífin, sem innanborð voru.
Þegar fljótsbakkarnir hrundu inn
yfir sig, féllu stóreflis tré með
braki og brestum út í árflauminn
í námunda við skipið. Önnur veiga-
minni skip urðu fyrir þungum
áföllum og manntjóni að völdum
þess arna.
Allir leiðarreikningar urðu að
martröð í þessum náttúruhamför-
um. Skipstjórinn á „New Orleans“
vissi oft ekki, hvar hann var stadd-
ur. Ýms mið hurfu, og fljótsbakk-
arnir breyttu um svip, sléttuðust út.
En gufuaflið sá um, að skipið komst
leiðar sinnar, og þegar það kom til
New Madrid og hélt förinni áfram
til Natchez var atburðinum fagn-
að sem kraftaverki. þessir válegu
tímar höfðu aukið á sannanagildi
tilraunarinnar.
Næstu mánuðina gerðu jarð-
skjálftahræringar vart við sig
næstum daglega. Hinn 23. janúar
reið yfir kippur, sem var eins
snarpur og sá fyrsti. Á 13 vikna
tímabili áttu sér stað 1874 hræring-
ar, og voru átta þeirra mjög kröft-
ugir. Kippirnir komu í lotum, sá
fyrsti snarpastur. Með einni und-
antekningu áttu þeir sér stað um
það leyti, sem tungl var nýtt eða
fullt. í New Madrid og nágrenni
þorði fólk yfirleitt ekki að dvelja
innanhúss, heldur bjó um sig í
hverskonar skýlum og tjöldum.
Síðasti kippurinn kom í marz
1822, tíu árum frá þeim fyrsta. Að
hamförunum loknum höfðu 30—50
þúsund fermílur lands tekið mikl-
um breytingum, og eru flest um-
merkin enn sjáanleg. Landskiki
einn, fimmtán mílna langur og
fimm til átta mílna breiður, hækk-
aði um 15—20 fet. Missisippi-fljót-
ið lagði undir sig mestallt New
Madrid-þorpið, svo íbúarnir urðu
að reisa sér þorp á öðrum stað.
Merkasta breytingin á landslagi
vegna jarðskjálftanna var myndun
Reelfoot-vatnsins svonefnda Tenn-
esseemegin við Mississippi. Vatn
þetta, sem nú er yndi náttúruskoð-
ara og útilífsfólks, myndaðist eftir
að votlent svæði seig í landskjálft-
unum. Það hjálpaði til við vatns-
myndunina, að syðri mörkin hófust
jafnframt upp og hindruðu allt frá-
rennsli. Stöðuvatn þetta er nú tíu
mílna langt, þriggja mílna breitt,
og dýptin er 5—20 fet.
Er hætta á, að jarðhræringar
taki sig upp á þessum slóðum?
Jarðskjálftafræðingar eru á því
máli, að landskjálftar deyi aldrei
út að fullu.
Þegar ég var nýlega í heimsókn á fæðingardeildinni, tók ég eftir
stoltri, ungri móður, sem var að ávarpa nýfæddan son sinn í gegnum
rúðuna, sem aðskildi þau. „Nei, sjáið bara,“ sagði hún og sneri sér að
mér. „Aðeins tveggja daga og strax eins og pabbinn. Hann sefur, meðan
ég tala við hann.“
frú J. Brown.