Úrval - 01.09.1969, Síða 42
40
ÚRVAL
-----N
Hinn frábæri lög-
fræðingur, Henry Ar-
mitt Brown, hefur
skr.áð eftirfarandi frá-
sögn í bréfi dagsettu 3.
maí 1869:
,,Siðla árs 1865 — en
ég var þá að lesa lög-
fræði í New York —
kom ég heim í herbergi
mitt laust fyrir mið-
nætti. Veður var hrá-
slagalegt, kalt og
hvasst. Ég man greini-
lega eftir því, að ég
heyrði klukkuna slá 12
rétt áður en ég sofnaði.
En varla hafði mér
runnið í br.ióst, þegar
ég þóttist heyra mik-
inn hávaða, og um leið
fannst mér ég vera að
kafna, og einhver grípa
fyrir kverkarnar á mér.
Við þetta þóttist ég
vakna og verð þess þá
var, að ég iá á bakinu
á. steinstéttinni í ein-
hverri þröngri götu, og
ofan á mér maður, sem
þ.iarmaði að mér, reyndi
að kyrkja mig í greip
sinni, en læsti hin.ni
hendinni um báða úln-
liði mína og hélt mér
þannig föstum. Þetta
var ófrýnilegur náungi,
rekinn saiman, grá-
skekkjaður og með úfið
hár. Þarna veltumst
við í hörkuáfloguim.
Skyndilega sá ég hann
seilast eftir lítilli öxi,
sém blikaði á. Ég
brauzt um af öllu afli,
enda um lífið að tefla,
og fannst ég nú hafa
heldur betur í okkar
skiptum. Aldrei gleymi
ég þeim fögnuði, sem
FIMM
MÍNÚTUR
UM
FURDULEG
FYRIRBÆRI
SAMDREYMI
gagntók mig, er ég kom
auga á óttaslegin and-
lit nokkurra vina
minna, sem séð höfðu
hvernig ég var útleik-
inn, og skunduðu mér
til hjálpar.
Sá þeirra, sem fyrst-
ur kom, sveif þegar á
óvin minn, þreif um
úlnlið hans og fékk
þannig losað hálstakið.
E'n í því sá ég öxina
blika á lofti yfir höfði
mér. Höggið reið af og
kom á ennið. Ég fann
höfuðið dofna við hög.g-
ið og kuldadofann
leggja þaðan um allan
líkamann. Jafnframt
fann ég eitthvað volgt
renna niður andlitið á
mér og í munninn. Ég
hneig út af og man
greinilega blóðbragðið
í munninum.
Snemma næsta morg-
un hitti ég einn af
beztu vinum mínum.
Við vorum ávallt mjög
samrýmdir. Allt í einu
segir hann upp úr
þurru, að sig hafi ver-
ið að dreyma mig ein-
kennilega um nóttina.
,,Ég fór að sofa um
tólfleytið í gærkveldi".
segir hann, „og þá
dreymir mig, að ég er
á gangi eftir emhverri
þröngri götu. Þá heyri
ég einhvern hávaða og
skarkala, og datt þeg-
ar morð í hug. Ég tók
þá til fótanna þangað,
sem hljóðin komu frá,
og sá þig þá liggjandi
á bakinu í tuski við ein-
hvern óás.jálegan þrjót,
sem reyndi að halda
þér niðri. Ég hraðaði
mér eins og ég gat, en
áður en ég fékk nokk-
uð að gjört, barði hann
þig í höfuðið með öxi,
Tæpri viku seinna
heimsótti ég vinafólk
mitt, sem heima átti í
Bunlington, New Jers-
ey. Þá sagði húsfreyjan
við mig: „Manninn
minn dreymdi afskap-
lega ljótan draum um
þig hérna eina nóttina.
Honum þótti einhver
maður vera í áflogum
við þig úti á götu og
bana þér að lokum,“
J