Úrval - 01.09.1969, Side 44
42
ÚRVAL
ingar, heldur hópur fagurra og
sprækra þjónustumeyja. Þær eru
850 talsins og eru arftakar geish-
anna. Menningarlega eru þær því af
nokkurra alda gamalli rót.
Fyrr á tímum hlutu sumar ung-
ar sveitastúlkur þau örlög að vera
brottnumdar, þjálfaðar og sendar
síðan til keisarahirðarinnar í Kyoto
til að vinna sem eldhússtúlkur á
daginn en skemmta með dansi og
söng á kvöldin. Þetta er forsaga
geishanna. Og þær lifðu aldirnar
af, •— þessar siðmenntuðu, fáguðu,
skemijitunarstúlkur, sem voru ekki
einvörðungu fyrirmynd hvað
klæðaburð og framkomu snerti,
heldur gátu einnig haft sín áhrif á
öðrum sviðum. Þessar smekklega
búnu meyjar, sem léku svo vel á
þriggja-strengja hljóðfærið sitt,
gátu einnig brugðið fyrir sig teikn-
un og málun, ljóðalestri, og tal
þeirra var bæði gáfulegt og fyndið.
Auðugir menn og frægir sóttust eft-
ir þeim. Þrír japanskir forsætisráð-
herrar kvæntust geishum, svo dæmi
séu tekin.
Nú á dögum eru geishurnar
hverfandi fyrirbæri eins og fuglinn
ibis. í hinni annríku borg Osaka
voru 1200 geishur fyrir fimm ár-
um, nú eru þær aðeins 125. Sam-
kvæmi þar sem geishur eru til
skemmtunar, geta verið óheyrilega
dýr. Á einu dýrasta tehúsi Tolyo-
borgar kostar 2%-tíma kvöldverð-
ur fyrir fimm og þrjár geishur til
skemmtunar að minnsta kosti 350
dali.
Viðhorfin til geishunnar í Japan
eru að breytast. „Geisha-samkvæm-
in eru of róleg og formleg fyrir
yngri kynslóðina“, segir Atsuyki
Miyoshi, sem á þrjátíu góða
skemmtistaði og hefur í vinnu 1300
þjónustumeyjar. „Nútíminn krefst
meiri hreyfingar og hraða.“
Því er það, að geishan í Japan
hefur orðið að láta stórlega undan
síga fyrir þjónustumeyjum í stíl við
þær, sem prýða Mikado-nætur-
klúbbinn. En þær eru líka hinar
ákjósanlegustu til skemmtunar og
félagsskapar. Fyrir þúsund yena
þjónustugjald á klukkustundina
(um 230 ísl. krónur), kveikir hún
í vindlingum gestsins, hellir í glas
hans og reynir að vera honum til
geðs á allar lundir. Venjuleg
Mikado-mey, sem vinnur frá
klukkan sex síðdegis til hálftólf
getur unnið sér inn á mánuði sem
svarar 140 þúsund íslenzkum krón-
um, og er það nokkrum sinnum
hærra en forstjórar í borginni hafa
í laun.
Skemmtanaiðnaðurinn í Japan er
orðinn mjög stór í sniðum og á sér
hliðstæðu við framleiðslu á skip-
um, útvarpstækjum og myndavél-
um. Enda þótt Japan sé minna en
fylkið Montana í Bandaríkjunum,
eru þar næstum 100 þúsund barir
og næturklúbbar, 200 þúsund veit-
ingastaðir og 27 þúsund kaffistof-
ur. Staðir þessir veita þjónustu
milli fjögur og fimm þúsund manns.
f Ginzana-hverfinu, sem er ekki
ýkjastórt, eru að minnsta kosti
2500 barir og klúbbar með um 16
þúsund þjónustumeyjar.
Hvarvetna í þessari stærstu borg
heims eru kaffistofur byggðar í
stíl við skozka kastala; kyrrlátir
staðir þar sem hægt er að hlýða