Úrval - 01.09.1969, Page 45

Úrval - 01.09.1969, Page 45
VIÐHORFIN TIL GEISHUNNAR í JAPAN .... 43 á klassiska músik í fullkomnustu tækjum, og annars staðar er áherzl- an lögð á þjóðlög einhvers viss lands í heiminum. Einn staðurinn er stæling af bankahvelfingu, annar af kafbát með fiskum syndandi fyr- ir utan kýraugun, og sá þriðji eft- irlíking af farþegarými Boeing 707 flugvélar með einkennisklæddum flugfreyjum. Ennfremur má finna í borginni klúbb, sem leggur áherzlu á snotran vöxt þjónustu- meyjanna, en þær eru allar innan við fimm fet á hæð og ekki skal gleyma hinum lokuðu einkaklúbb- um í Ginza. „Einungis boðnir“ fá inngöngu inn fyrir veggi þeirra dauflýstu salarkynna. Margur for- stjórinn hefur eytt morð fjár áður en augu hans voru farin að venj- ast birtunni. Bak við allan íburð og glæsileika skemmtistaðanna er köld viðskipta- hyggja. Vegna hinna kynlegu skattalaga í Japan getur hvaða fyrirtæki í landinu sem er fengið vissan frádrátt vegna risnu eða skemmtanahalds. Hið stóra fyrir- tæki Mitsubishi getur til að mynda fengið dregið undan skatti sem svarar 555 þúsund bandaríkjadöl- um árlega vegna þess arna. Japanir hafa mikla trú á, að einhver helzta leiðin til greiðra og hagkvæmra viðskipta sé, að allir aðilar séu í góðu skapi. En það kostar eft pen- inga að koma fólki í gott skap! Hver er ástæðan til þess, að jap- anskir karlmenn hafa þessa miklu þörf fyrir félagsskap kvenna, ekki þó í kynferðislegu tilliti fyrst og fremst? Svarið er flókið. í fyrsta lagi er þess að geta, að japanskur eiginmaður heldur einkalífi sínu og viðskiptalífi stranglega aðgreindu. Hún býður aldrei öðrum viðskipta- fulltrúa heim til sín. í öðru lagi eru flestir japanskir karlmenn ófram- færnir og hlédrægir. Þess vegna orka þjónustumeyjarnar eins og „frelsandi englar“, losa um böndin og greiða fyrir umræðum. Sagt hefur verið, að ein af hverjum tíu japanskra stúlkna á aldrinum átján til hálfþrítugs vinni sem þjónustumeyja, ýmist fullan vinnutíma eða ekki. Flestar þeirra eru af fátæku foreldri og stunda starfið peninganna vegna. í hópn- um eru líka stúlkur, sem hlaupizt hafa að heiman frá ógæfusömum heimilum; námsmeyjar, sem þurfa að vinna fyrir sér, ellegar stúlkur, sem vilja safna fé til einhverra hluta í framtíðinni. Sumar hafa auðvitað áhuga á starfinu sjálfu, sem hlýtur að vera tilbreytingar- ríkt. En lífsbraut þjónustumeyjanna er langt frá því að vera örugg. í Ginza eru margir klúbbarnir ekki opnir nema annanhvern dag. Milli stúlkn- anna er hörð samkeppni um störf- in, og engin fær starf fyrr en eftir þriggja vikna námskeið, þar sem þær hæfustu eru valdar úr. „Allir menn eru jafnir“. — En það, sem máli skiptir, er, hverju þeir eru jafnir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.