Úrval - 01.09.1969, Side 48

Úrval - 01.09.1969, Side 48
46 ÚRVAL trúar byrjað að velta því fyrir sér, hvernig æti að orða hana. ÓGNUN UM YFIRVOFANDI EYÐILEGGINGU f herbergi sínu í Borgarkránni var hinn 26 ára gamli Edward Rutl- edge frá Suður- Karólínu einnig að vakna. Hann var gagntekinn af ó- sveigjanlegri andúð og fyrirlitningu á sjálfstæðisyfirlýsingunni. Þ. 7. júní hafði Riehard Henry Lee, sem var Virginíumaður eins og Jeffer- son, borið fram þingsályktunartil- lögu, þar sem því var lýst yfir, að „þessar sameinuðu nýlendur væru og ættu með réttu að vera frjáls og sjálfstæð ríki“. Rutledge hafði þá sprottið á fætur og ausið fyrirlitn- ingu sinni yfir þessa hugmynd. Hann hrópaði, að þetta væri „hvat- vísleg framkvæmd, gerð í blindni". Hann sagði, að slíkt gæti aðeins leitt tvennt af sér og væri hvort tveggja slæmt. Hann sagði, að þann- ig kæmist óvinurinn að fyrirætlun- um Ameríku og þetta gerði hina óhræddu þjóð „hlægilega í augum erlendra stórvelda." Á óðali einu í um 5 mílna fjar- lægð frá Philadelphiu var jafnvei enn voldugri óvinur sjástæðisins nú að rísa úr rekkju. Það var hinn 43 ára gamli John Dickinson, stjórn- málaleiðtogi Pennsylvaníu. Fjrrir ári hafði Dickinson tekizt að kveða niður næstum hjálparlaust sívax- andi stuðning manna við sjálfstæð- ishugmyndina. Honum tókst að fá þingið til þess að senda þess í stað bænarskjal til Georgs III. Bretakon- ungs, þar sem Hans Hátign var beðinn um að bæta úr ýmsu því, sem Ameríka hafði ástæðu til þess að kvarta yfir. Konungur hafði að vísu skellt algerum skollaeyrum við bænarskjali þessu af algeru tillits- leysi, en Dickinson áleit samt, að sjálfstæðisyfirlýsingu mætti nú líkja við, að „hús lítillar fjölskyldu væri eyðilagt að vetrarlagi en annað hefði verið útvegað.“ Þannig hafði Dickinson tekið höndum saman við Rutledge í and- stöðuni gegn þingsályktunartillög- unni þ. 7. júní. Eftir þriggja daga deilur höfðu þingmenn samþykkt málamiðlun. Þingið skipaði Jeffer- son að byrja að orða slíka yfirlýs- ingu, en því var jafnframt lýst yfir, að ekki yrði um neina atkvæða- greiðslu um sjálfstæðisyfirlýsingu að ræða fyrr en 1. júlí. Álitið var, að þá væru meiri líkur á, að mikill meirihluti fengist um samstöðu i málinu. Báðir deiluaðilar gerðu sér góða grein fyrir því, að þörf væri á mjög miklum meirihluta, svo miklum, að hann nálgaðist algera samstöðu. John Dickinson hafði þegar ógnað John Adams frá Massachusetts með vopni, sem gæti gert alla sjálfstæð- ishugmyndina að fáránlegri fjar- stæðu. John Adams var einn opin- skáasti sjálfstæðissinninn. „Fallizt á okkar málstað," hafði Dickinson sagt hörkulega „því að annars mun- um við slíta tengslin við nýlend- urnar í Nýja Englandi.“ Yrði slík ákvörðun tekin í hinni voldugu Pennsylvaniu, kynnu nýlendurnar New York, New Jersey, Maryland og Delaware að fara sömu leiðina. Sjálfstæði kynni því að eyðileggja
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.