Úrval - 01.09.1969, Page 48
46
ÚRVAL
trúar byrjað að velta því fyrir sér,
hvernig æti að orða hana.
ÓGNUN UM YFIRVOFANDI
EYÐILEGGINGU
f herbergi sínu í Borgarkránni
var hinn 26 ára gamli Edward Rutl-
edge frá Suður- Karólínu einnig að
vakna. Hann var gagntekinn af ó-
sveigjanlegri andúð og fyrirlitningu
á sjálfstæðisyfirlýsingunni. Þ. 7.
júní hafði Riehard Henry Lee, sem
var Virginíumaður eins og Jeffer-
son, borið fram þingsályktunartil-
lögu, þar sem því var lýst yfir, að
„þessar sameinuðu nýlendur væru
og ættu með réttu að vera frjáls og
sjálfstæð ríki“. Rutledge hafði þá
sprottið á fætur og ausið fyrirlitn-
ingu sinni yfir þessa hugmynd.
Hann hrópaði, að þetta væri „hvat-
vísleg framkvæmd, gerð í blindni".
Hann sagði, að slíkt gæti aðeins
leitt tvennt af sér og væri hvort
tveggja slæmt. Hann sagði, að þann-
ig kæmist óvinurinn að fyrirætlun-
um Ameríku og þetta gerði hina
óhræddu þjóð „hlægilega í augum
erlendra stórvelda."
Á óðali einu í um 5 mílna fjar-
lægð frá Philadelphiu var jafnvei
enn voldugri óvinur sjástæðisins nú
að rísa úr rekkju. Það var hinn 43
ára gamli John Dickinson, stjórn-
málaleiðtogi Pennsylvaníu. Fjrrir
ári hafði Dickinson tekizt að kveða
niður næstum hjálparlaust sívax-
andi stuðning manna við sjálfstæð-
ishugmyndina. Honum tókst að fá
þingið til þess að senda þess í stað
bænarskjal til Georgs III. Bretakon-
ungs, þar sem Hans Hátign var
beðinn um að bæta úr ýmsu því,
sem Ameríka hafði ástæðu til þess
að kvarta yfir. Konungur hafði að
vísu skellt algerum skollaeyrum við
bænarskjali þessu af algeru tillits-
leysi, en Dickinson áleit samt, að
sjálfstæðisyfirlýsingu mætti nú
líkja við, að „hús lítillar fjölskyldu
væri eyðilagt að vetrarlagi en annað
hefði verið útvegað.“
Þannig hafði Dickinson tekið
höndum saman við Rutledge í and-
stöðuni gegn þingsályktunartillög-
unni þ. 7. júní. Eftir þriggja daga
deilur höfðu þingmenn samþykkt
málamiðlun. Þingið skipaði Jeffer-
son að byrja að orða slíka yfirlýs-
ingu, en því var jafnframt lýst yfir,
að ekki yrði um neina atkvæða-
greiðslu um sjálfstæðisyfirlýsingu
að ræða fyrr en 1. júlí. Álitið var,
að þá væru meiri líkur á, að mikill
meirihluti fengist um samstöðu i
málinu.
Báðir deiluaðilar gerðu sér góða
grein fyrir því, að þörf væri á mjög
miklum meirihluta, svo miklum, að
hann nálgaðist algera samstöðu.
John Dickinson hafði þegar ógnað
John Adams frá Massachusetts með
vopni, sem gæti gert alla sjálfstæð-
ishugmyndina að fáránlegri fjar-
stæðu. John Adams var einn opin-
skáasti sjálfstæðissinninn. „Fallizt
á okkar málstað," hafði Dickinson
sagt hörkulega „því að annars mun-
um við slíta tengslin við nýlend-
urnar í Nýja Englandi.“ Yrði slík
ákvörðun tekin í hinni voldugu
Pennsylvaniu, kynnu nýlendurnar
New York, New Jersey, Maryland
og Delaware að fara sömu leiðina.
Sjálfstæði kynni því að eyðileggja