Úrval - 01.09.1969, Síða 56
54
ÚRVAL
má það þá vera, að hún hefur nú
náð slíkum vinsældum, að segja
má, að mannkynið hafi „fengið
hana á heilann“? Þeir, sem álíta, að
Bandaríkin séu á barmi hrörnunar
og úrkynjunar, minnast þess, að
spillt, úrkynjuð og deyjandi þjóð-
félög grípa alltaf dauðahaldi í hið
yfirnáttúrlega í dauðateygjum sín-
um. Það var stöðugt leitað til
stjörnuspámanna, meðan villiþjóð-
irnar sóttu að borgarhliðum Aþenu,
Rómar og Konstantínópel. Svo get-
ur líka verið um tízkufyrirbrigði
að ræða. Ýmis tízkufyrirbrigði ná
vinsældum að nýju, svo sem jójóið
og Ouijaborðið. Nú, hvers vegna
skyldu stjörnuspádómar ekki einn-
ig gera það? ,
Það er enginn skortur á skýring-
um á þessum nýju vinsældum.
Lenno Raphael, sem skrifar fyrir
hippavikuritið „East Village Other“,
segir, að stjörnuspádómafræðin sé
„eins konar mótstaða gegn tækni-
skrímsli nútímans". Dr. Donald
Kaplan, sálgreinandi í New York-
borg, lýsti yfir því nýlega, að hinn
nýja áhuga manna á stjörnuspá-
dómum megi að nokkru leyti rekja
til þeirrar staðreyndar, að hinar
kerfisbundnu aðferðir stjörnuspá-
dómafræðinnar séu eins konar
skopstæling á raunverulegum vís-
indum. „Þetta eru popvísindi (vin-
sældavísindi),“ bætti hann við. „f
þeim felst sama fyrirlitningin á
raunverulegum vísindum og felst í
nonlistinni gagnvart hefðbundinni
listaakademíulist. en auðvitað á
“amansaman hátt.“ Hvað stjörnu-
soámennina siálfa snertir, þá segja
þeir, að vísindin, einkum geim-
rannsóknir og líffræðilegar rann-
sóknir, sanni nú, að hin fornu
stjörnuspádómavísindi hafi haft við
rök að styðjast, þegar öllu er á
botninn hvolft.
Það er einkum hinn ævaforni
blær, sem hvílir yfir stjörnuspá-
dómum, sem dregur menn að þeim.
Leirtöflur með áletruðum stjörnu-
spádómareglum frá því um 3000 ár-
um fyrir Krists burð, hafa fundizt
við fornleifagröft nálægt stað þeim,
sem hin forna Babylon stóð á, þ. e.
á hálfmánalagaða svæðinu, sem áð-
ur var svo frjósamt, milli ánna
Tígris og Efrates í frak. Leirtöflur
þessar eru meðal elztu vegvisa í
sögu mannkynsins.
Stjörnuspádómaprestar hinnar
fornu Babylon tóku eftir því, að á
meðal milljóna kyrrstæðra stjarna
á himinhvelfingunni var það aðeins
sólin, ásamt reikistjörnunum fimm,
sem mannsaugað fær greint hjálp-
arlaust, þeim Merkúr, Venusi, Mars,
Satúrnusi og Júpíter, sem hreyfð-
ust í boga yfir himinfestinguna.
Sérhvert þessara 6 himintungla fór
í gegnum 12 stjörnuþyrpingar á leið
sinni. Flestar þessar stjörnuþyrp-
ingar mynda í heild ýmiss konar
dýralíki, og Babyloniumenn gáfu
stjörnuþyrpingum þessum því við-
eigandi dýranöfn. Og þau urðu svo
að stjörnumerkjum dýrahringsins
(orðið „zodiac" er komið úr grísku
og merkir „hringur dýra“).
AUGUM BEINT TIL HIMINS
f stjörnuspádómafræðinni svara
þessi 12 stiörnumerki dýrahringsins
til 12 tímabila almanaksársins, svo
að fæðingardagur hvers og eins