Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 56

Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 56
54 ÚRVAL má það þá vera, að hún hefur nú náð slíkum vinsældum, að segja má, að mannkynið hafi „fengið hana á heilann“? Þeir, sem álíta, að Bandaríkin séu á barmi hrörnunar og úrkynjunar, minnast þess, að spillt, úrkynjuð og deyjandi þjóð- félög grípa alltaf dauðahaldi í hið yfirnáttúrlega í dauðateygjum sín- um. Það var stöðugt leitað til stjörnuspámanna, meðan villiþjóð- irnar sóttu að borgarhliðum Aþenu, Rómar og Konstantínópel. Svo get- ur líka verið um tízkufyrirbrigði að ræða. Ýmis tízkufyrirbrigði ná vinsældum að nýju, svo sem jójóið og Ouijaborðið. Nú, hvers vegna skyldu stjörnuspádómar ekki einn- ig gera það? , Það er enginn skortur á skýring- um á þessum nýju vinsældum. Lenno Raphael, sem skrifar fyrir hippavikuritið „East Village Other“, segir, að stjörnuspádómafræðin sé „eins konar mótstaða gegn tækni- skrímsli nútímans". Dr. Donald Kaplan, sálgreinandi í New York- borg, lýsti yfir því nýlega, að hinn nýja áhuga manna á stjörnuspá- dómum megi að nokkru leyti rekja til þeirrar staðreyndar, að hinar kerfisbundnu aðferðir stjörnuspá- dómafræðinnar séu eins konar skopstæling á raunverulegum vís- indum. „Þetta eru popvísindi (vin- sældavísindi),“ bætti hann við. „f þeim felst sama fyrirlitningin á raunverulegum vísindum og felst í nonlistinni gagnvart hefðbundinni listaakademíulist. en auðvitað á “amansaman hátt.“ Hvað stjörnu- soámennina siálfa snertir, þá segja þeir, að vísindin, einkum geim- rannsóknir og líffræðilegar rann- sóknir, sanni nú, að hin fornu stjörnuspádómavísindi hafi haft við rök að styðjast, þegar öllu er á botninn hvolft. Það er einkum hinn ævaforni blær, sem hvílir yfir stjörnuspá- dómum, sem dregur menn að þeim. Leirtöflur með áletruðum stjörnu- spádómareglum frá því um 3000 ár- um fyrir Krists burð, hafa fundizt við fornleifagröft nálægt stað þeim, sem hin forna Babylon stóð á, þ. e. á hálfmánalagaða svæðinu, sem áð- ur var svo frjósamt, milli ánna Tígris og Efrates í frak. Leirtöflur þessar eru meðal elztu vegvisa í sögu mannkynsins. Stjörnuspádómaprestar hinnar fornu Babylon tóku eftir því, að á meðal milljóna kyrrstæðra stjarna á himinhvelfingunni var það aðeins sólin, ásamt reikistjörnunum fimm, sem mannsaugað fær greint hjálp- arlaust, þeim Merkúr, Venusi, Mars, Satúrnusi og Júpíter, sem hreyfð- ust í boga yfir himinfestinguna. Sérhvert þessara 6 himintungla fór í gegnum 12 stjörnuþyrpingar á leið sinni. Flestar þessar stjörnuþyrp- ingar mynda í heild ýmiss konar dýralíki, og Babyloniumenn gáfu stjörnuþyrpingum þessum því við- eigandi dýranöfn. Og þau urðu svo að stjörnumerkjum dýrahringsins (orðið „zodiac" er komið úr grísku og merkir „hringur dýra“). AUGUM BEINT TIL HIMINS f stjörnuspádómafræðinni svara þessi 12 stiörnumerki dýrahringsins til 12 tímabila almanaksársins, svo að fæðingardagur hvers og eins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.