Úrval - 01.09.1969, Síða 63
KONUR í SOVÉTRÍKJUNUM
61
Anna Nútetegrine, formaður fram-
kvæmdanefndar 'héraðsráðs þjóðar-
svœðis Tsjúkstja.
milljónum hektara hveitiakra. „Frá-
bær tegund og sterk, einstök í sinni
röð“, segir alþjóðlegur kornsérfræð-
ingur, prófessor við Tæknifræða-
stofnunina í London, Kent Johns.
I>að er ekki sjaldgæft, að konur
stjórni vísindastofnunum í Sovét-
ríkjunum. Meira en hundrað konur
stjórna rannsóknastofum og vísinda-
stofnunum. í landinu eru meira en
300 þúsund konur, sem vinna að
vísindastörfum. 60 þúsund sovét-
konur eru doktorar eða kandídatar
og meira en 1200 prófessorar.
UNGFRÚ LEIKFIMI
Blaðamenn sæmdu einum rómi
þessum titli tvítuga sovézka fim-
leikakonu, Zínaídu Drúzjinínu.
Zína byrjaði kornung að iðka
leikfimi og náði ágætum árangri
þegar í skóla. Er hún flutti frá
Volguhéruðum til Moskvu hóf hún
nám við íþróttaháskólann. Óvenju-
legir hæfileikar stúlkunnar fengu
þar að njóta sín undir leiðsögn
reyndra þjálfara. Fyrsta stórsigur
sinn vann hún í heimsmeistara-
keppninni í Dormund árið 1966. Ný-
liðinn vann bronsverðlaun og sam-
úð mikils áhorfendaskara.
Með hverju ári náði Drúzjínína
betri tökum á íþrótt sinni og varð
hún fastur keppinautur Natösju
Kútsjínsköju. Á meistaramóti So-
vétríkjanna í fyrra munaði aðeins
0,05 stigi á Zínu og fimleikakonu
númer eitt. En tveim mánuðum síð-
ar hefndi hún sín með því að vinna
Sovétbikarinn. Á Ólympíuleikunum
í Mexíkó lagði Zínaída Drúzjínína
fram áþreifanlegan skerf til sigurs
sovézka liðsins og vann sér tvenn
verðlaun.
Fyrir skemmstu skipti Zína um
ættarnafn. Hún giftist félaga sínum
Míkhaíl Voronín, heimsmeistara í
fimleikum. Sérfræðingar gera ráð
fyrir því að fjölskyldudúett Voron-
ínanna eigi eftir að koma íþrótta-
heiminum á óvart.
Stórtíðindi úr íþróttasögu heims-
ins eru tengd nöfnum sovézkra
íiþróttakvenna. Fíimleikakonur,
körfuknattleiksstúlkur, frjáls-
íþróttakonur, róðrarkonur, skíða-
konur, skylmingakonur, skákkonur
hafa margoft haldið uppi heiðri So-
vétríkjanna á Ólympíuleikum,
heimsmeistarkeppni og Evrópu-
meistaramótum. 31 þúsund konur
starfa sem íþróttakennarar í Sovét-