Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 66
64
ÚRVAL
Balkarska háskólanum (í svonefndu
ráðstjórnarlýðveldi í Norður-Ká-
kasus). Aðeins þeir sem vita, hve
réttlausar og kúgaðar konur af
fjallaþjóðum þar um slóðir voru,
geta metið sem skyldi þessa stað-
reynd: vísindakona af fjöllum ofan.
En nú orðið verða fáir undrandi á
þessu. Örlög Tamöru eru einkenn-
andi fyrir meirihluta fjallakvenna
okkar tíma.
Árið 1951 lauk Tamara námi við
háskólann í Moskvu og hóf þá fram-
haldsnám. Viðfangsefni hennar varð
þjóðfræði og nánar tiltekið þjóðir
Kákasus. Fimm árum síðar varði
hún ritgerð sína „Fjölskyldan og
fjölskyldulíf í Kabardína fyrr og
nú“ og varð kandídat í sögu.
Fréttamaður APN var viðstaddur
kennslustund í hópi sem Tamara
Sjikova las fyrir um „breytingar á
fjölskyldulifi fjallaþjóða á sovéttím-
um“. Hún sagði frá breyttri stöðu
konunnar í fjölskyldunni, frá hinu
nýja hlutverki sem konan leikur í
lífi lýðveldisins. Kennarinn styrkti
ræðu sína með staðreyndum og töl-
um.
Me:ra en 350 konur í Kabardína-
Balkaríu hafa verið sæmdar heið-
ursnafnbót fyrir störf sín sem kenn-
arar, læknar, búfræðingar eða lista-
menn, hundruð kvenna eiga sæti í
bæjar- og sveitarráðum, ráðum
Rússlands og Kabardíno-Balkaríu.
EINDANSARI
ÓPERU- OG BALLETHÚSSINS
Verkefnaskrá hennar er marg-
breytileg: Giselle, Svanavatnið,
Þrumifvegurinn, Rómeo og Júlía,
Don Öuijote, Þyrnirósa. Það er erf-
itt aq velja úr „kórónuhlutverk"
Malíkíi. Þær persónur sem hún hef-
ur skapað eru næsta ólíkar, en allar
búa þær yfir sköpunarástríðu lista-
konunnar, hrifningu hennar af því
hlutverki sem hún glímir við.
Malíka Sabírova, eindansari við
óperu- og balletthús Tadzjika, býr
yfb fágætri starfsorku, ofstækis-
fullum trúnaði við listdansinn. Hún
er allan daginn í leikhúsinu.
Kennslustundir, æfingar, aftur
kennsla síðan sýningar. Þessi mikla
vinna segir til sín: þegar menn sjá
Malíku á sviði, virðist sem hún hafi
ekki við neina tæknilega erfiðleika
að glíma. Hreinlegar pírúettur, létt
og þokkafull stökk. Auk þess er hin
unga dansmær músíkölsk, eða eins
og listamennirnir segja: „hún hefur
gott eyra“.
Malíka Sabírova byrjaði snemma
að dansa, þegar hún var í skóla. Þar
tóku kennarar eftir henni, sem
komu til Tadzjikistan (Sovétlýð-
veldi í Mið-Asíu) frá Leníngrad í
leit að hæfum drengjum og stúlk-
um til náms í listdansi.
Að loknu námi við Listdansskól-
ann í Leníngrad sneri stúlkan heim
til sín aftur og hefur dansað þar
síðan.
Malíka hlaut í fyrsta sinn víðtæka
viðurkenningu í Varna, en þar sigr-
aði hún í alþjóðlegri samkeppni
listdansara. Á síðustu árum hefur
hún gist England, Indland, Birmu
og Japan sem eindansari tadzjikska
ballettsins.