Úrval - 01.09.1969, Side 70

Úrval - 01.09.1969, Side 70
68 ÚRVAL ef reykurinn á ekki að verða óþægi- legur. Spun Cut er meðhöndlað á svip- aðan hátt og Mixture og fæst einnig í 3 breiddum. Tóbak er mjög viðkvæmt fyrir lykt og verður að gæta vandlega að það komist ekki í snertingu við hluti, sem gætu spillt því. Einnig er bezt að reykja ávallt sömu tegund af tóbaki í sömu pípu. Ef skipt er um, situr bragðið af fyrri tegund- inni lengi eftir í pípunni og getur valdið því, að nýja tegundin smakk- ist ekki sem skyldi. Sumir pípu- reykingamenn úða rommi eða því um líkur yfir tóbakið, og ýmislegt fleira kemur til greina til að halda tóbakinu röku. T.d. að leggja kart- öfluskífu í tóbakspunginn, eða ein- faldlega að úða yfir það vatni. Þurrt tóbak þarf ekki að vera ónýtt. Þerripappír, sem bleyttur er í vatni og látinn vera 24 tíma niðri í dós- inni, getur bjargað því. En við slíka meðhöndlun verður að gæta þess, að rakainnihaldið verði ekki það mikið, að tóbakið brenni illa. TILREYKINGAR Það ríður á miklu, að tilreykingin heppnist vel. Sannast þar hið forn- kveðna, að lengi býr að fyrstu gerð. Undir flestum kringumstæðum. borgar sig að nota gott „Cut Plug“ við tilreykinguna. Því fylgir einna minnstur sviði á tungu, sem alltaf fylgir fyrstu pípunum, og tilreyk- ingin hleðst mjög fljótt upp. Það er ágreiningsatriði, hve fast skal troða í pípuna, en það er hlut- ur, sem hver einstakur verður að finna út, smátt og smátt. Byrjað er á að troða pípuna Vz—% fulla og síðan kveikt í með eldspýtu og þess gætt, að eldur komist í allt yfirborð tóbaksins. Þá er að gera sér grein fyrir því, að verið er að reykja pípu, en ekki sígarettu eða vindil. Það á að reykja hægt og taka stutta reyki, þannig að eldurinn rétt lifi. Þannig er reykt í botn, þar til hvert tóbaks- korn er orðið að ösku. Á þann hátt eru reyktar 6—8 pípur og síðan er gott að reykja 2—3 fullar, til að fá húð innan á allt eldhólfið. Pípuna á helzt að reykja í botn, án þess að kveikja í nema einu sinni. Deyi eldurinn, skal kveikt í strax aftur, og reykt þar til allt tóbak er búið. Þó freistingin sé mikil, að henda síðustu blautu tóbakskornunum, er nauðsynlegt að láta það vera. Þau geta verið byrjunin á hinni súru pípu. Pípuhreinsara skal stungið um reykganginn, eftir hverja pípu, fyrstu skiptin, og pípan verður allt- af að fá að kólna fullkomlega á milli. Pípuna ætti alltaf að geyma í pípustandi, þegar hún er ekki í notkun, þá loftar eðlilega í gegn um hana. í stuttu máli, þessi atriði þarf að taka til greina, ef góður árangur á að nást við tilreykingu: að reykja ætíð til botns, að slá allt úr pípunni, að fara með pípuhreisnara um reykganginn, allt inn í eldhóK, eftir hverja pípu, fyrstu skiptin, að láta pípuna kólna fullkomlega, milli þess sem hún er reykt, að reykja pípuna aðeins nokkra daga í einu. Hreinsa hana þá rækilega og láta hana þorna í 1—2 vikur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.