Úrval - 01.09.1969, Síða 70
68
ÚRVAL
ef reykurinn á ekki að verða óþægi-
legur.
Spun Cut er meðhöndlað á svip-
aðan hátt og Mixture og fæst einnig
í 3 breiddum.
Tóbak er mjög viðkvæmt fyrir
lykt og verður að gæta vandlega að
það komist ekki í snertingu við
hluti, sem gætu spillt því. Einnig er
bezt að reykja ávallt sömu tegund
af tóbaki í sömu pípu. Ef skipt er
um, situr bragðið af fyrri tegund-
inni lengi eftir í pípunni og getur
valdið því, að nýja tegundin smakk-
ist ekki sem skyldi. Sumir pípu-
reykingamenn úða rommi eða því
um líkur yfir tóbakið, og ýmislegt
fleira kemur til greina til að halda
tóbakinu röku. T.d. að leggja kart-
öfluskífu í tóbakspunginn, eða ein-
faldlega að úða yfir það vatni. Þurrt
tóbak þarf ekki að vera ónýtt.
Þerripappír, sem bleyttur er í vatni
og látinn vera 24 tíma niðri í dós-
inni, getur bjargað því. En við slíka
meðhöndlun verður að gæta þess,
að rakainnihaldið verði ekki það
mikið, að tóbakið brenni illa.
TILREYKINGAR
Það ríður á miklu, að tilreykingin
heppnist vel. Sannast þar hið forn-
kveðna, að lengi býr að fyrstu gerð.
Undir flestum kringumstæðum.
borgar sig að nota gott „Cut Plug“
við tilreykinguna. Því fylgir einna
minnstur sviði á tungu, sem alltaf
fylgir fyrstu pípunum, og tilreyk-
ingin hleðst mjög fljótt upp.
Það er ágreiningsatriði, hve fast
skal troða í pípuna, en það er hlut-
ur, sem hver einstakur verður að
finna út, smátt og smátt. Byrjað er
á að troða pípuna Vz—% fulla og
síðan kveikt í með eldspýtu og þess
gætt, að eldur komist í allt yfirborð
tóbaksins. Þá er að gera sér grein
fyrir því, að verið er að reykja pípu,
en ekki sígarettu eða vindil. Það á
að reykja hægt og taka stutta reyki,
þannig að eldurinn rétt lifi. Þannig
er reykt í botn, þar til hvert tóbaks-
korn er orðið að ösku. Á þann hátt
eru reyktar 6—8 pípur og síðan er
gott að reykja 2—3 fullar, til að fá
húð innan á allt eldhólfið. Pípuna á
helzt að reykja í botn, án þess að
kveikja í nema einu sinni. Deyi
eldurinn, skal kveikt í strax aftur,
og reykt þar til allt tóbak er búið.
Þó freistingin sé mikil, að henda
síðustu blautu tóbakskornunum, er
nauðsynlegt að láta það vera. Þau
geta verið byrjunin á hinni súru
pípu. Pípuhreinsara skal stungið um
reykganginn, eftir hverja pípu,
fyrstu skiptin, og pípan verður allt-
af að fá að kólna fullkomlega á
milli. Pípuna ætti alltaf að geyma í
pípustandi, þegar hún er ekki í
notkun, þá loftar eðlilega í gegn um
hana.
í stuttu máli, þessi atriði þarf að
taka til greina, ef góður árangur á
að nást við tilreykingu:
að reykja ætíð til botns,
að slá allt úr pípunni,
að fara með pípuhreisnara um
reykganginn, allt inn í eldhóK,
eftir hverja pípu, fyrstu skiptin,
að láta pípuna kólna fullkomlega,
milli þess sem hún er reykt,
að reykja pípuna aðeins nokkra
daga í einu. Hreinsa hana þá
rækilega og láta hana þorna í
1—2 vikur,