Úrval - 01.09.1969, Side 77

Úrval - 01.09.1969, Side 77
STÓRKOSTLEGASTI SKÝJAKLJÚFURINN 75 um 6, sem þar munu rísa, verður meira leiguhúsnæði en í öllum 18 byggingum Rockefellermiðstöðvar- innar eða 9 ekrum meira, og 80 ekrum meira en í stærstu skrifstofu- byggingu heims, Pentagonbygging- unni í Washington. Heimsviðskiptamiðstöðin verður í rauninni eins konar „alheimsrisa- kjörbúð“ fyrir innflytjendur og út- flytjendur, þar sem hægt er að semja um sölu á hverju sem er hvaðan sem það kemur. Stór fyrir tæki, sem hafa sérmenntaða við- skiptafræðinga í þjónustu sinni, hafa lengi haft góðan hagnað af al- heimsviðskiptum. En minni fyrir- tæki hafa yfirleitt veigrað sér við að hætta sér út í svo yfirgripsmikil viðskipti. Það hefur reynzt of erfitt fyrir þau að komast til botns í öllum þeim flækjum og rata á réttu leið- irnar. Heimviðskiptamiðstöðin á að kippa því öllu í lag með því að gera kaupendum og seljendum hvers konar varnings hvaðanæva að úr veröldinni auðveldara með að hitt- ast og finna það, sem þeir eru að leita að hverju sinni; einnig með því að veita tafarlausar upplýsing- ar um markaðsmöguleika og tækni- legar kröfur hverju sinni. Heim- viðskiptamiðstöðin mun einnig veita mönnum alveg sérstakt tækifæri til þess að skoða ýmsar bandarískar og erlendar vörur, sem verða þar stöð- ugt til sýnis. Við skulum fara í skoðunarferð með leiðsögumanni um þetta furðu- lega og flókna bákn, en það mun verða flutt inn í nokkurn hluta þess þegár á næsta ári. Fyrst skulum við reika um skemmtigarð miðstöðvar- innar. Þar er um að ræða 5 ekru torg með blómum, gosbrunnum og höggmyndum. Og svo skulum við snúa okkur að risabyggingunni sjálfri. Þar er um að ræða 2 turna og 4 lágar (8 hæðir) byggingar. 50.000 manna munu vinna í Heimsvið- skiptamiðstöðinni, og önnur 80.000 munu koma þangað daglega. Þar verður gistihús með 600 herbergjum og nógu mörg veitingahús til þess, að 20.000 manns geti snætt þar sam- tímis. Verzlanir? Þar verður hægt að kaupa næstum hvað sem er i alls konar verzlunum, sem taka yfir samtals 8 ekrur fyrir neðan torgið. Á 6 neðanjarðarhæðum verð.ur nægilegt rými fyrir 2000 bíla, geymslur og alls konar vélaútbúnað fyrir þetta risabákn. AÐ TÆMA BAÐKERIÐ Áætlunin um þessa risavöxnu framkvæmd kom fram árið 1960. Félagsskapurinn „The Downtown Lower Manhattan Association“, eins konar undirverzlunarráð fyrir neðri hluta Manhattaneyjar, ákvað, að viðskiptamiðstöð, svipuð þeim, sem höfðu verið reistar, var verið að reisa eða átti að reisa í New Orleans, Seattle og Rotterdam, mundi auka alþjóðleg viðskipti í New York og hjálpa til þess að hleypa nýju lífi í borgarhluta, sem var í stöðugt vaxandi niðurníðslu. Það var eng- um vafa bundið, hvert bezt væri að snúa sér til þess að fá aðstoð í þessu efni, þ.e. til Hafnarráðs New York-. Samtök þessi voru stofnuð af löggjafarþingum New York- og New Jerseyfylkja árið 1921 til þess að hleypa auknu lífi í verzlun og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.