Úrval - 01.09.1969, Page 78

Úrval - 01.09.1969, Page 78
76 ÚRVAL viðskipti þar í fylkjunum. Hafnar- ráðið hefur séð um að hrinda í framkvæmd 23 áætlunum um ýmiss konar risamannvirki, svo sem Ge- orge Washingtonbrúna yfir Hud- sonfljótið, Hollandsgöngin undir sama fljót, og Kennedyflugvöllinn úti á Lönguey. Ráðið gefur út sín eigin skuldabréf, sem eru svo seld og standa undir alls konar stórfram- kvæmdum, sem síðan geta staðið á eigin fótum og kosta skattgreiðend- ur ekki neitt. Hafnarráðið náði eignarhaldi á svæði við Hudsonána, neðarlega á Manhattaneyju. Það náði yfir 13 götur, en flest húsin við þær voru mjög hrörleg og í örgustu niður- níðslu, enda voru 60% þeirra yfir aldargömul. Og árið 1966 hófust svo byggingarframkvæmdirnar. Verk- fræðingar vissu, að þeir mundu eiga við mikla erfiðleika að etja allt frá byrjun. Svæðið var alveg vatnsósa, enda var þar um að ræða land, sem unnið hafði verið úr greipum Hud- sonárinnar á löngum tíma með því að staðsetja þar öskuhauga og aka þangað uppgreftri úr húsagrunnum. Fyrir rúmum þrem öldum lögðu hollenzkir loðskinnakaupmenn jafn- an skipun sínum við akkeri á ein- mitt þessum stað. Mennirnir, sem unnu við grunn þessa verðandi risa- bákns, urðu fyrst að grafa sig í gegnum alla ruslahauganna, síðan gegnum gamla árbotninn og niður í fasta klöpp 70 fetum neðar. En héldu þeir áfram að grafa og grafa, mundi sjórinn seitla inn í grunninn úr Hudsonfljótinu, því að það var aðeins einni götulengd í burtu. Dæl- urnar gætu örugglega ekki haft undan vegna stöðugt vatnsflaums. Til allrar hamingju höfðu ítalskir verkfræðingar þá fundið upp að- ferð til þess að ráða bug á erfiðleik- um, sem skapast við slíkar aðstæð- ur. Aðferðin er fólgin í því að fyrst er grafinn risavaxinn skurður í kringum allt byggingarsvæðið, al- veg niður í klöpp. Og skurður þessi er jafnóðum fylltur af hálffljótandi leirkvoðu, sem er samt nægilega þykk til þess að bægja vatninu frá. Síðan er steinsteypu dælt niður á botn skurðsins. Við það lyftist leir- kvoðan, og er henni safnað saman aftur, svo að hægt sé að nota hana í næsta hluta. Þessi risavaxni alls- herjarveggur, sem myndaðist þann- ig og umlukti allt byggingarsvæðið kostaði 8 milljónir dollara. Það má segja, að hafnarsvæðið hafi þá breytzt í risavaxið baðker. Svo hófst vinnan við að tæma baðkerið síðla árs 1967. Það er einn mesti uppmokstur, sem nokkru sinni hefur verið framkvæmdur. En hvernig á að losna við 1.200.000 rúmyarda af rusli, leir, mold, möl og grjóti? Það hefði orðið ofboðs- lega dýrt að aka því langar leiðir. Því voru rekin niður stálþil úti í Hudsonánni. Og þannig myndaðist risavaxinn ferhyrningur afgirtur. Þangað var öllu draslinu ekið á vörubílum. Og þannig var búið til nýtt „land“, sem var hvorki meira né minna en 23 ekrur að stærð. Þessi gjöf New Yorkborgar til handa var 90 milljón dollar virði. En nú varð að koma geysilegri flækju af alls konar leiðslum fyrir á heppilegum stöðum á nýjan leik,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.