Úrval - 01.09.1969, Síða 80

Úrval - 01.09.1969, Síða 80
78 ÚRVAL Reynt var að nota sem minnst af rýminu undir lyftugöng, og því voru ekki hafðar lyftur, sem ganga alla leið upp eftir endilöngum skýja- kljúfnum, heldur er farið í áföng- um, þannig að hver skýjakljúfur er á vissan hátt samsettur úr þrem skýjakljúfum, hverjum upp af öðr- um með „himinanddyrum“ á 44. og 78. hæð. Vilji maður t.d. fara upp á 50. hæð fer maður i hraðlyftu upp á 44. hæð og skiptir þar um lyftu og fer yfir í hæggengari lyftu. Þannig verða þrjár lyftur í gangi í sömu lyftugöngunum, þ.e. hver upp af annarri. Fyrst er það ein, sem gegn- ur af 1. upp á 43. hæð. Næsta gegn- ur svo af 44. upp á 77. hæð og svo sú þriðja af 78. upp á 110. hæð. Að- eins þrjár lyftur munu fara alla leið upp í hvorum skýjakljúf. Vegna þessa fyrirkomulags fara aðeins 13% rýmisins undir lyftugöng fyrir þær 104 lyftur, sem eru í hvorum turninum. En 23% hefðu farið undir lyftugöng, hefði verið notað eldra fyrirkomulag. Þetta risavaxna lóðrétta flutn- ingakerfi mun flytja kvartmilljón farþega á dag. Það mun stjórnast af tölvu til þess að draga sem mest úr biðtíma og tryggja að hægt sé að komast á hvaða stað sem er í hvor- um turni innan tveggja mínútna. Hraðlyftur, sem eru helmingi stærri en þær, sem nú tíðkast, en ganga jafnframt eins hratt og þær hröð- ust, munu taka 55 farþega. „Heimilishaldið“ í þessari risa- vöxnu miðstöð verður ofboðslega stórt í sniðum. Hvernig á t.d. að þvo þá 21.800 glugga, sem eru í hvorum turni? Sjálfvirk glugga- þvottavél, sem er nýbúið að finna upp, mun renna hratt niður eftir turnhliðunum á teinum, sem eru innbyggðir í hliðarnar, og mun hreinsa glugga á 5 hæðum á braut sinni á mínútu hverri. Bursti með hringhreyfingum mun skrúbba, og svampur mun svo þurrka. Upp- þvottavatnið sogast aftur inn í kerf- ið, er síðan hreinsað og notað aftur og aftur. VINDAR OG VAGG Stálgrindin í Norðurturninum er að fikra sig upp á við núna, og einnig er stálgrindin í Suðurturn- inum lögð af stað upp á við. Stál- bitarnir vega allt að 56 tonnum eða jafnmikið og lítil eimreið. Og þeim er lyft á sinn stað með stórkostlega snjöllum „kengúrukrönum“, sem fluttir hafa verið inn frá Ástralíu. Einn krani er við hvert horn á innra kjarna hvors turns. Þegar stálvinnu á einni hæð er lokið, lyfta kranarn- ir sér sjálfir upp á næstu hæð á „vökvadrifsfótum". Þegar stálvinn- unni allri er lokið, mun einn kran- inn láta hina þrjá síga niður til jarðar. Svo mun fjórði kraninn verða tekinn sundur og bútarnir látnir síga niður eftir lyftu göngum. Taka þurfti tillit til vindþungans við áætlanagerð þessara risaturna. Annars hefðu snarpar vindhviður ef til vill getað splundrað rúðum. Til öryggis hafa arkitektarnir fyrir- skipað notkun sérstaks herts glers, sem er 8 sinnum sterkara en venju- legt rúðugler. Turnarnir sjálfir eru þannig byggðir, að þeir eiga að þola miklu sterkari vinda en menn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.