Úrval - 01.09.1969, Side 81
STÓRKOSTLEGASTI SKÝJAKLJÚFURINN
79
hafa enn þurft að glíma við eða
allt að 150 mílna vindhraða á
klukkustund. Verkfræðingarnir
reistu líkön af turnunum og próf-
uðu styrkleika þeirra í sérstökum
tilraunavindgöngum til þess að
fullvissa sig um, að útreikningar
þeirra væru alveg réttir.
Allar háar byggingar vagga svo-
lítið í miklum vindi. Þær taka ekki
stórar sveiflur að vísu. Hvað þessa
turna snertir, verður hámark sveifl-
anna aðeins 11 þumlungar. En sjá
verður þannig fyrir öllu, að þeir,
sem inni eru, finni ekki fyrir þess-
um sveiflum. Arkitektarnir bjuggu
því til litla skrifstofu, hengdu hana
upp í einum af risastóru loftræst-
ingarsölunum í Lincolnjarðgöng-
unum, komu fólki fyrir í skrifstof-
unni og líktu síðan eftir þeim sveifl-
um, sem þeir álitu líklegt að yrðu á
turnunum í hvössum vindi. Fólkið í
„hengiskrifstofunni“ fann ekki
neina hreyfingu.
„LESIÐ AF“ SÍMANUM
Hvað mun Heimsviðskiptamið-
stöðin, sem verða mun eins konar
„Sameinuðu þjóðir viðskiptalífsins“,
hafa að bjóða hinum venjulega,
minni háttar framleiðanda eða
kaupsýslumanni? Gerum ráð fyrir
að þú framleiðir vélknúin garð-
yrkjuverkfæri í lítilli verksmiðju í
Lima í Ohiofylki eða plastmót í
Darmstadt í Vestur-Þýzkalandi. Þú
hefur tekið á leigu svolítið sýning-
ar- og söluhúsrými í Heimsvið-
skiptamiðstöðinni. Innkaupanefnd
Formósustjórnarinnar sér vörur
þínar þar og sýnir þeim áhuga.
Þá viltu fá sem allra gleggstar
upplýsingar um viðskipti við For-
mósu (Taiwan), þ.e. um innflutn-
ingstakmarkanir, markaðsstærð og
sölumöguleika, skipasamgöngur o.
s.frv. Þá hringirðu bara í tölvu mið-
töðina í þessu risabákni, en þar mun
verða safnað saman því mesta
magni upplýsinga, sem um getur á
einum stað og það vandlega geymt.
Svör við spurningum þínum munu
brátt taka að streyma til þín og
birtast á myndsímaskermi. Þú get-
ur tekið ljósrit af þeim, ef þú vilt.
Hugsast getur, að þú viljir fá
greiðslu, fljótlega eftir að. vörurnar
yfirgefa verksmiðju þína. Það er
líka hægt að koma slíku í kring
þarna á staðnum. Hingað til hafa
33 meiri háttar heimsviðskipta-
bankar pantað húsrými í Heimsvið-
skiptastöðinni. Svo geturðu leitað
aðstoðar heils hers af þýðendum og
vélriturum, sem kunna fjölmörg
tungumál, er þú vilt ganga frá sölu-
eða greiðsluplöggunum. Þannig er
hægt að útkljá viðskipti á nokkrum
klukkutímum eða dögum, sem hefði
kannske tekið nokkrar vikur eða
mánuði að útkljá áður fyrr eða
hefðu kannske að öðrum kosti al-
drei verið gerð.
Rúmlega 700 leigutakar hafa þeg-
ar skrifað undir húsaleigusamninga
og þannig tekið á leigu 90% af því
húsrými, sem fyrir hendi verður.
Sumir leigutakar hafa pantað hús-
rými allt fram til ársins 2070. Stærsti
leigutakinn er Bandaríska tollskrif-
stofan, sem mun nú eignast miðstöð
fyrir starfsemi sína, sem hefur hing-
að til verið dreifð um 4 byggingar í
New York. Þegar leigjendur flytja
inn á fyrstu 24 hæðirnar í Norður-