Úrval - 01.09.1969, Page 85
HANN VARÐ FYRIR ELDINGU
83
hitt tréð, en hliðargrein af henni
lent í skorsteininum og farið niður
sótþakinn steininn.
Eikin var enn með grænum blöð-
um á þessum tíma. Sveitafólkið
sagði, að það væri ekkert óvenju-
legt, þó tréð yrði fyrir eldingu. En
ef blöðin féllu, myndi tréð deyja.
Verðbólga er það ástand, þegar brestirnir í undirstöðum efnahags-
kerfisins heyrast ekki fyrir skrjáfinu i bankaseðlunum.
Dublin Opinion.
Málið er dásamlegt fyrirbrigði. Það er hægt að nota það til þess að
láta í ljós það, sem i huga manns býr, einnig til Þess að leyna því,
sem í huganum býr, eða þá í stað hugsunar.
Johnny Martin.
Fyrsti maðurinn, sem reif símaskrá i sundur, hefur vafalaust verið
íaðir símasjúks tánings.
Eitt er það, sem er miklu sjaldgæfara og miklu mikilvægara en
hæfileikar. Það er hæfileikinn til þess að uppgötva hæfileika.
Elbert Hubbard.
Sannur herramaður er sá, sem býður upp á írskt whisky og horfir
ekki á mann, meðan maður hellir úr flöskunni.
Davy Crockett.
Ég hef aldrei getað iosnað við þá gömlu sannfæringu mína, að
ferðalög geri manninn þröngsýnni.
G. K. Chesteliton.
„Hamingjan er biðstöð á milli of mikils og of lítils."
Ifamingjan er eins og sulta. — Þú getur jafnvel ekki smurt svolitlum
skammti á sneiðina án þess að maka svolitlu á þig sjálfan.
„Hvernig gekk leikritið?"
„Ja, „sufflörinn“ (áminnirinn) var klappaður fram þrisvar."
Ef menn, sem framkvæma hlutina, töluðu hálft á við þá menn, sem
vita alltaf, hvernig á að framkvæma hlutina, væri lifið ekki þess
virði að því væri lifað.
Charles E. Nielson mælir svo í „Forbes". „Þegar maður er knúinn
til þess að taka ákvörðun í flýti gegn vilja sínum, er bezta svarið alltaf
„nei“, því að það er auðveldara að breyti „neii" i ,,já“ en ,,jái“ i „nei“.