Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 90
88
ÚRVAL
um, en voru hina dagana búsett í
Englewood (Englaskógi) hjá móð-
ur Önnu, sem var ekkja. En nú
stóð svo á, að næstu helgi á und-
an hafði hinn 20 mánaða gamli
sonur þeirra ofkælzt illa, og þau
vildu því heldur vera kyrr á
staðnum en fara með hann út í
kuldann.
Nú var ekki betur séð en að hin-
um ljóshærða og bláeyg'ða „Lindy
iitla“ liði miklu skár. Eftir hádegið
hafði hann skokkað inn í setustofu
þjónustufólksins, stjáklað hinn kát-
asti umhverfis borðið, þar sem
barnfóstran hans, Betty Gow, sat
ásamt þjóninum Oliver Whataly og
Elsu konu hans, sem var eldhús-
stúlka á staðnum. En þou voru að
gæða sér á tei.
Eftir að drengurinn hafði feng-
ið kvöldmatinn sinn háttuðu þær
Anna og Betty hann ofan í rúm
sitt í barnaherberginu á annarri
hæð, og um áttaleytið svaf hann
vært.
Skömmu eftir að Lindberg hafði
heyrt hljóðið, sem hann minntist
á við konu sína, gekk Anna upp á
loft og bjó sig undir að fara í hátt-
inn. En Lindberg, sem tekið hafði
með sér verkefni heim, hvarf til
skrifstofu sinnar.
Um tíuleytið gekk Betty Gow
inn í barnaherbergið til að sinna
drengnum áður en hún sjálf færi í
háttinn. Stúlkan stóð í sömu spor-
um stutta stund meðan augun
vöndust dimmunni, og skyndilega
gerði hún sér ljóst, að hún heyrði
ekki andardrátt barnsins. Hún flýtti
sér að lúta yfir rúmið.
Rúmið yar autt!
Charles Augustus Lindbergh.
Mamma hans hefur sjálfsagt tek-
ið hann upp, hugsaði Betty og gekk
eftir gangir.um til svefnherbergis
þeirra hjónanna.
„Er sá litli hjá yður, frú Lind-
berg?“ spurði hún.
„Ne‘,“ svaraði Anna. „Því spyrj-
ið þér?“
En Betty var begar hlaupin nið-
ur stigann til húsbóndans, sem sat
og las við skrifborð sitt. „Eruð þér
með drenginn, ofursti? spurði hún
og stóð á öndinni.
Hann starblíndi á hana. „Nei.
Liggur hann ekki í rúminu sínu?“
„Nei.“
Lindberg rauk upp úr sæti sínu,
framhjá stúlkunni og upp stigann.
Anna hafði þegar rannsakað
barnaherbergið og var komin aft-
ur til svefnherbergisins. Charles
hljóp til herbergis drengsins og að
rúminu. Tvær stórar öryggisnæl-