Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 92
90
ÚRVAL
dagstofunni, er hann sat fyrir fram-
an arininn. Fætur stigans stóðu
nákvæmlega heima við holurnar
tvær undir glugganum. Og í ná-
grenninu fundu lögreglumennirnir
frá Hopewell annað talapdi tákn:
lítinn meitil, sem vafalaust hafði
verið ætlaður til að opna með
glugga utanfrá.
Norman Schwarzkopf yfirmaður
frá fylkislögreglunni í New Jersey
kom nú ásamt þrem rahnsóknar-
mönnum, og ekki leið á löngu áð-
ur en vinur Lindbergs, Breckin-
ridge ofursti, kom einnig á vett-
vang. Enn á ný var mönnum vísað
t:l 1 ariaherbergisins og hin ýmsu
verksummerki sýnd.
Norman Schwarzkopf yfirmaður
frá fylkislögreglunni í New Jersey
kom nú ásamt þrem rannsóknar-
mönnum, og ekki leið á löngu áð-
ur en vinur Lindbergs, Breckin-
ridge ofursti, kom einnig á vett-
vang. Enn á ný var mönnum vísað
til barnaherbergisins og hin ýmsu
verksummerki sýnd.
Það var komið fram yfir mið-
nætti, þegar fingrafarasérfræð-
ingur kom til skjalanna og rann-
sakaði bréfumslagið á ofninum.
Ekki fann hann eitt einasta fingra-
far.
Það sló dauðaþögn á alla í her-
berginu, þegar einn lögreglumann-
anna opnaði bréfið og rétti Lind-
berg skrifaðan miða. Á honum stóð
skrifað með klunnalegri rithönd:
Kæri ofursti,
hafið 50.000 dali tilbúna, 25.000
dali í 20 dala seðlum, 15.000 dali í
10 dala seðlum og 10.000 dali í 5
dala seðlum. Eftir 2—4 daga látum
við yður vita, hvar þér eigið að
afhenda peningana. Við vörum yð-
ur v'ð að láta lögregluna eða blöð-
in vita um málið. Barnið er í góð-
um höndum.
Merkið á öllum bréfum er undir-
skriftin og þrjú göt.
„Undirskriftin“ var hin kynleg-
asta og ekki til að villast á: Tveir
hringir skáru hvorn annan, svo þeir
mynduðu sporöskju í miðjunni.
Hringirnir voru bláir og sporaskj-
an fyllt með rauðum lit. í hverjum
hlutanna þriggja á þessari mynd
hafði verið myndað lítið ferkantað
gat, og mynduðu götin lárétta línu.
Lausnarféð, sem samkvæmt bréfi
þessu átti að vera 50 þúsund dalir,
gat naumast orðið nokkurt vanda-
mál fyrir Charles Lindberg, sem
var í fulltrúastöðu hjá tveim flug-
félögum og vel stæður maður fjár-
hagslega. Að auki var fjölskylda
Önnu konu hans ein sú ríkasta í
öllum Bandaríkjunum.
En áhyggjuefni hins unga föður
var það, hvernig hann gæti komið
fénu í hendur barnsræningjanna. í
bréfinu hafði hann verið varaður
við að láta lögregluna vita, — en
það var hann þegar búinn að gera.
Til að komast hjá frekari mis-
tökum tilkynnti Lindberg viðstödd-
um, að hvorki aðgerðir lögreglu né
blaðaskrif mættu hindra hann í að
greiða lausnarféð og fá son sinn
aftur í sínar hendur. Schwarzkopf
deildarstjóri lofaði, að fylkislög-
reglan skyldi kappkosta að virða
vilja Lindbergs í þessu efni, en
kvaðst jafnframt efast um, að að-