Úrval - 01.09.1969, Side 94
92
URVAL
STEFÁN AÐALSTEINSSON,
BÚFRÆÐINGUR
Stefán Aðalsteinsson er fædd-
ur 30. desember 1928 á Vað-
brekku í Hrafnkelsdal i Norð-
ur-Múlasýslu. Foreldrar hans
eru Aðalsteinn Jónsson, bóndi,
og Ingibjörn Jónsdóttir. Stefán
lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1950, bú-
fræðiprófi frá Hólum 1951 og
prófi frá Landbúnaðarháskól-
anum í Noregi 1955. Síðan
stundaði hann framhaldsnám í
Bretlandi og lagði aðallega
stund á ullarrannsóknir. Hann
hefur verið sérfræðingur við
búnaðardeild Háskóla íslands
frá 1957 og eru sérsvið hans bú-
f.iárerfðafræöi og ullarrann-
sóknir. Stefán hefur gegnt ýms-
um nefndar- og trúnaðarstörf-
um fyrir bændasamtökin og
ritað fjölda ritgerða um athug-
anir og rannsóknir í fræðigrein
sinni. Stefán er kvæntur Ellen
Sætre, dóttur Karsten Sætre,
byggingameistara í Noregi.
peninganna var krafizt. Bréfið
hljóðaði þann'g:
Kæri ofursti!
Við höfum aðvarað yður um
að gera málið ekki opinbert og
leita ekki til lögreglunnar. Nú
verðið þér að taka afleiðingun-
um, því við neyðumst til að
halda barninu, þar til allt verð-
ur rólegt aftur. Verið ekki
hrædd um dreng'nn, við gefum
honum mat eftir uppskriftinni.
Okkur langar til að senda
hann frískan til baka. Lausnar-
féð var ákveðið 50.000 dalir, en
nú verðum við að fá einn mann
í viðbót og þessvegna hækkum
við upphæðina í 70.000 dali.
Seinna gefum við yður leiðbein-
ingar um, hvar þér e:gið að af-
henda peningana. En ekki fyrr
en lögreglan hefur dregið sig í
hlé og blöðin þegja
Mörg orðanna í bréfi þessu voru
skakkt stafsett, og í tveim tilfell-
um voru notuð þýzk orð í stað
enskra. En með því var ekki sann-
að, að barnsræninginn væri þýzk-
ur. Þetta gat verið bragð til að
leiða lögregluna á villigötur. Hins-
vegar taldi lögreglan, að orðið „við“
í bréfinu benti til þess, að ein-
hverjir glæpamannaflokkar væru
með í spilinu.
Illræmdasti glæpaþrjótur Banda-
ríkjanna á þeim tíma, A1 Capone,
viðhafði ljót orð um barnsránið og
bauð undir eins fram tíu þúsund
dali til handa þeim, sem kæmi
með barnið aftur. Og í mörgum
dagblöðum birti hann tilboð frá