Úrval - 01.09.1969, Síða 95
BARNI LINDBERGS RÆNT
93
sér: Ef yfirvöldin vildu sleppa hon-
um út fangelsinu, þar sem hann
var að taka út ellefu ára. dóm fyr-
ir skattsvik, þá skyldi hann í eigin
persónu færa Lindbergshjónunum
drenginn þeirra aftur.
Þessu tilboði A1 Capone var ekki
sinnt, en þeir Lindberg og Breck-
inridge voru ásáttir um, að það
hlyti að vera til bóta að hafa sam-
starf við þann manninn, sem bezt
allri þekkti til undirheima afbrota-
lýðsins. En það var stungið. upp á
samstarfi við Morris Rosner, sem
áður hafði verið tengiliður alríkis-
lögreglunnar við undirheimana.
Hann taldi sig nú fúsan til að leika
sama hlutverk í barnsránsmálinu,
og þrátt fyrir andmæli háttsettra
manna, var hann látinn dveljast á
heimili Lindbergs.
Öll bandaríska þjóðin og raunar
milljónir manna um víða veröld
beið nú spennt eftir, að einhver
frekari tíðindi bærust.
MERKILEGUR KENNARI
FRÁ BRONX.
Doktor John F. Condon var
þreyttur á biðinni. Hann hafði ver-
ið kennari í New York, og þótt
kominn væri á 73. aldursár, var
hann beinn í baki og hinn stæltasti
að sjá. Hann hafði ekki látið sig
vanta í eina einustu kennslustund
í 46 ár. Honum þótti mjög miður,
er hann las í blaði hinn 5. marz, að
Lindberg hefði séð sig nauðbeygð-
an til að leita aðstoðar undirheima-
manna varðandi leitina að drengn-
um sínum.
Eftir að doktor Condon hafði
neytt miðdagsmatar síns þennan
AGNAR ÞÓRÐARSON,
RITHÖFUNDUR
Agnar Þórðarson er fæddur i
Reykjavík 11. sept. 1917. For-
eldrar hans eru Þórður Sveins-
son, yfirlæknir á Kleppi, og
Ellen Sveinson, fædd Kaab-
er. Agnar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanuim í Reykjavík
1937 og cand. imag-prófi i ís-
lenzkum fræðum frá Háskóla
Islands 1945. Síðan stundaði
hann framhaldsnám í bók-
menntum bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Hann hefur
'verið bókavörður við Lands-
bókasafnið frá 1951. Agnar hef-
ur gefið út þrjár skáldsögur:
Haninn galar tvisvar (1949),
Ef sverð þitt er stutt (1953) og
Hjartað í borði (1968). Helztu
leikrit hans eru: Þeir koma í
haust, Kjarnorka og kvenhylli,
Spretthlauparinn og Gauks-
klúkkan. Auk þess hefur hann
samið mörg útvarpsleikrit.
Agnar er kvæntur Hildigunni
Hjálmarsdóttur.
V_________________________________)