Úrval - 01.09.1969, Síða 99
BARNI LINDBERGS RÆNT
97
nú sperrti hann eyrun. Hann heyrði,
að maðurinn endurtók svarið fyrir
einhvern annan. Og í fjarlægð
heyrði hann aðra rödd, og gat ekki
mistekið sig á orðunum. Það var
ítalska: „Statti citto.“ En það þýð-
ir blátt áfram: „Haltu þér saman!“
Fyrri röddin sagði nú, að Condon
ætti fljótlega eftir að heyra frá
þeim félögunum aftur. Að svo
mæltu var tólið lagt á.
Þegar Condon skýrði Breckin-
ridge deildarstjóra frá þessu sím-
tali og hinum sérkennilega fram-
burði mannsins, kvaðst Breckin-
ridge vera þess fullviss, að nú
stæðu þeir í beinu sambandi við
sökudólgana.
En deildarstjórinn bætti við al-
varlegum rómi, að hann hefði fleira
í huga. Ef Condon ætlaði sér að
hafa beint samband við ræningj-
ana, gæti það orðið honum háska-
legt, en úr því sem komið væri,
yrðu hlutirnir að hafa sinn gang
og bót væri í máli, að sjálfsagt fengi
hann starf sitt vel borgað.
Gamli maðurin brosti. Jú, sagði
hann, hann hafði sjálfur hugsað
sér vissa borgun, — en verið gæti,
að hún reyndist of mikil.
Breckinridge rak upp stór augu.
Svo mikil laun, að Lindberg réði
ekki við þau! Condon svaraði bros-
andi, að launin, sem hann óskaði
af öllu hjarta væru þau að fá að
leggja drenginn aftur í faðm móður
sinnar.
Sýnilega hrærður, svaraði
Breckinridge því til, að hann væri
viss um, að sú ósk ætti eftir að
rætast.
STEFNUMÓTIÐ VIÐ
KIRK JU GARÐINN
Næsta kvöld, þann 12. marz,
hringdi dyrabjallan hjá Cordon um
hálfníuleytið. Leigubílstjóri afhenti
honum langt, hvítt umslag og hvarf
með það sama. Fljótléga kannaðist
Condon við rithöndina á umslaginu,
sem var stórgerð og hrjúf.
í bréfmu var Cordon fyrirskipað
að fara til lokaðs pylsusöluskúrs,
þar sem hann mundi finna annað
bréf undir steini. Síðustu orðin í
bréfinu hljóðuðu svo: „Hafið pen-
ingana með.“
En peningarnir voru ekki tilbún-
ir enn, sagði Breckinridge. Það
tæki sinn tíma að safna saman öll
um þessum seðlum með þessu verð-
gildi. Condon svaraði, að hann hlyti
að geta hreinsað sig af peninga-
málinu; nú riði á að gera einmitt
það, sem þeir fyrirskipuðu. Hann
flýtti sér nú að fá einn vina sinna
til að aka með sig til pylsusölu-
skúrsins.
Þetta var kalt og næðingssamt
kvöld. Vindurinn feykti visnum
blöðum eftir dimmum og auðum
götunum. Loks nam bíllinn staðar
við niðurlagðan söluskúr, en um-
hverfis hann var upphækkaður
pallur.
Condon sté út úr bifreiðinni og
upp á pallinn og fann þar bréf und-
ir flötum steini. í skini bílljósanna
las hann:
Gangið. yfir götuna og fylgið
girðingunni meðfram kirkju-
garðinum niður að 233.-stræti.
Þar hitti ég yður.