Úrval - 01.09.1969, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
Condon settist á ný inn í bílinn,
og þeir vinirnir óku niður eftir í
átt'na að 233,-stræti, unz þeir komu
að stóra Moodlawn-kirkjugarðin-
um, sem var innan næstum þriggja
metra hárrar j árngirðingar. Condon
sté út úr bílnum og gekk eftir auðri
götunni í áttina að garðshliðinu.
en um þetta leyti sólarhrings var
það lokað.
Klukkan var nú stundarfjórðung
yfir níu. Condon sá ekkert óvenju-
legt, en hafði á tilfinningunni, að
sér væri veitt eftirför. Klukkan
varð hálftíu, og enn gerðist ekkert,
og Condon tók að aka sér í kuldan-
um.
En nú hreyfði sig eitthvað í ná-
grenninu. Condon einblíndi þang-
að spenntur. Einhver stóð inni í
kirkjugarðinum og hreyfði hönd
upp og niður milli tveggja járn-
rima í hliðgrindinni.
Þegar Condon gekk nær, dróst
höndin frá, og hann sá ógreinilega
mannveru bera við dökkt baksvið-
ið, sem myndaðist af trjám og graf-
steinum. Af andlitinu voru einung-
is aúgun sýnileg. Maðurinn hafði
dregið hattinn langt niður á enni.
„Eenguð þér þá — peningana?“
Þetta var röddin með kröftuglega
framburðinum, sem Condon hafði
heyrt í símanum.
„Nei“, svaraði Condon. „Ég get
ekki komið með peningana fyrr en
ég hef séð það, sem ég á að fá
fyrir þá.“
Skyndilega heyrðist fótatak inni
í kirkjugarðinum.
„Þarna kemur lögga!“ kallaði
maðurinn upp, greip um járnsteng-
urnar og klifraði hratt upp á við,
sveiflaði sér yfir hliðið og kom nið-
ur hljóðlaust við hlið Condons.
Jafnskjótt vatt hann sér við og
hljóp burt.
Condon hljóp á eftir manninum
og æpti: „Komið aftur! Komið aft-
ur!“ Hann hafði séð nógu mikið til
að vita, að maðurinn, sem hann
var að elta, var miklu yngri en
hann sjálfur, en samt tókst honum
að halda í við hann. Það voru ekki
margir metrar milli þeirra, þegar
flóttamaðurinn smeygði sér inn í
Van Cortlandt-almenningsgarðinn
og fól sig bak við trjárunna.
Condon óð næstum ofan á hann.
„Þetta megið þér ekki gera!“ sagði
hann og tók þéttingsfast í armlegg
mannsins. Hinn stóð hreyfingar-
laus og svaraði ekki. Condon dró
hann með sér að bekk.
í nokkrar mínútur sat sá ókunni
þögull með frakkakragann dreginn
upp á höku. En loks tók hann til
máls: „Það er of hættulegt. Það
gætu orðið tuttugu ár. Eða stóll-
inn. . Fer ég í stólinn, ef dreng-
urinn er dáinn?"
Doktor Condon starði skelfur á
manninn. Dáinn? En maðurinn
flýtti sér að róa hann. Drengurinn
var lifandi og leið vel, sagði hann.
„Hvernig get ég vitað, að ég tala
við þann rétta?“ spurði Condon.
Hinn svaraði, að Condon hefði
fengið bréfin með hring-undir-
skriftunum. Nú stakk Condon hönd
í vasann og tók þaðan öryggisnæl-
urnar tvær, sem verið höfðu í
rúmfötum drengsins. En Lindberg
hafði gefið honum leyfi til að hafa
þær með sér. Condon spurði mann-