Úrval - 01.09.1969, Side 101
BARNI LINDBERGS RÆNT
99
inn, hvort hann hefði séð þessar
nælur fyrr.
„Sængurföt barnsins voru næld
saman með öryggisnælurn,“ svaraði
maðurinn.
Af þessu svari sannfærðist Con-
don og bað hinn að segja til nafns
síns.
„John.“
„Komið með mér, John,“ sagði
Condon einlæglega. „Ég hef sjálf-
ur þúsund dali, og þér skuluð fá
þá.“
„Við viljum ekki peningana yð-
ar,“ anzaði John.
Condon notaði nú tækifærið til
að spyrja, hverjir þessir „við“ væru.
John svaraði, að hann væri einung-
is milligöngumaður. Það væru
fimm aðrir viðriðnir.
„Leysið frá skjóðunni, John,“
bað gamli maðurinn. „Ég skal fá
Lindberg til að hjálpa yður eftir
fremsta megni, ef þér viljið losna
úr þessum félagsskap. Annars verð-
ið þér tekinn fastur.“
„Nei,“ svaraði John af sannfær-
ingu. „Við erum búnir að undir-
búa þetta í heilt ár.“
Það hafði kólnað enn meir. John
færði sig órólegur til á bekknum
og sagðist ætla að fara núna og
bætti við, að Condon hefði átt að
hafa peningana með.
Rétt eftir að John fór sína leið
lofaði hann að færa Condon sönnur
á, að hann stæði í sambandi við
barnsræningjana. „Ég skal senda
yður náttslopp drengsins," sagði
hann.
Mennirnir tveir tókust í hendur.
Eftir andartak var John horfinn út
í myrkrið.
NÝ FRAMVINDA MÁLSINS
Það liðu aðeins tveir dagar, þar
til Condon fékk sendan böggul með
náttslopp drengsins, og Lindberg
leit á það sem sönnun þess, að saka-
mennirnir treystu gamla kennaran-
um fyllilega. Og Lindberg taldi nú,
að. hlutirnir ættu að geta gengið
hratt fyrir sig.
En áður en vikan var úti, komu
til sögunnar tveir markverðir at-
burðir, sem bentu til hins gagn-
stæða.
í bréfi, sem fylgdi með nátt-
sloppnum, var þess krafizt, að
Lindberg staðfesti, að hann væri
reiðubúinn til að greiða lausnarféð,
áður en hann fengi að sjá barnið.
Féllist Lindberg á þetta, átti hann
að setja svohljóðandi orðsendingu í
„New York American“: „Ég sam-
þykki. Peningarnir eru tilbúnir."
Lindberg var nú orðinn sann-
færður um, að ekki væru svik í
tafli og féllst á þetta, og dag eftir
dag birtist orðsendingin í blaðinu.
En John lét ekkert frá sér heyra.
Nú barst úr óvæntri átt vitneskja
um nýja stefnu málsins. John Hug-
hes Curris, sem var þekktur maður
í bænum Norfolk í Virginiu, til-
kynnti Lindberg, að hann stæði í
beinu sambandi við barnsræningj -
ana.
Þegar Curtis ók til Hopewell
hinn 22. marz, voru með honum
tveir þekktir og virtir heiðursmenn,
nefnilega H. Dobson-Peacock pró-
fastur frá Norfolk, en hann hafði
kynnzt föður Önnu í Mexikó, en
hinn maðurinn var Guy Burrage
undir-sjóliðsforingi, skipstjóri her-
skipsins, sem flutt hafði Lindberg