Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 124
122
ÚRVAL
Hvorugur þeirra hafði sagt Alísu,
að þeir ynnu að Lindbergsmálinu.
Mennirnir tveir með krossviðar-
plötuna komu aldrei aftur.
Nokkrum mánuðum seinna eða í
ágúst sama ár, kom John Condon
akandi í strætisvagni eftir William-
bridge-götu í Bronx. Hinn gamli
skólakennari hafði ekki legið á liði
sínu þessi tvö ár og fimm mánuði,
sem liðnir voru frá því að lík
drengsins fannst. Fyrir eigið, fé
hafði hann ferðazt eftir allri aust-
urströnd Bandaríkjanna, frá
Montreal til Miami, til að leita uppi
manninn, sem svo freklega hafði
blekkt hann. En hann hafði enn
ekkert veður af John hinum dul-
arfulla.
Þarna sem doktor Condon sat og
horfði út um vagngluggann, beind-
ist athygli hans snögglega að manni
einum, sem gekk í áttina að litlum
almenningsgarði í nágrenninu.
Condon glennti upp augun og
trúði naumast, að hann sæi rétt.
En hann sá ekki betur en að þarna
væri á ferðinni John sá, sem hann
hafði heitið að finna, enda þótt það
tæki hann alla ókomna ævidaga!
Condon brá skjótt við og kallaði
til bílstjórans að nema staðar. Bíl-
stjórinn, sem vissi hver þessi æsti
farþegi var, hemlaði þegar í stað,
og Condon rauk út á götu, — en
John var horfinn, og gamli maður-
inn sá undir eins, að vonlaust væri
að elta hann uppi að svo komnu
máli.
Condon hljóp því undir eins að
símaklefa og hringdi til rannsókn-
arlögreglunnar. A því iéki enginn
vafi, sagði hann, að John væri í
Bronx, — og það þarna einhvers-
staðar í næsta nágrenni.
En þeir Finn og samstarfsmenn
hans gátu ekki varizt þeirri hugs-
un, að Condon hefði missézt, þar
sem hinn jafni peningastraumur
frá lausnarfénu stöðvaðist næstum.
Var John flúinn? Ellegar var hann
í felum?
Ef til vill væri svarið að finna í
greinum dagblaðanna um málið,
hugsaði Finn. En fljótlega eftir að
minnzt var á fund seðils úr lausnar-
fénu í blöðunum, hvarf peninga-
straumurinn í einn eða tvo daga.
Ef til vill hafði John ákveðið að
hætta við að nota peningana, unz
meiri kyrrð kæmist á málið.
Finn og Thomas Sisk rannsókn-
ari frá Alríkislögreglunni sneru sér
nú til ritstjóra dagblaðanna og báðu
þá að hætta skrifum sínum um
John; því fyrr sem þeir létu af
því, því fyrr yrði hann handtek-
inn. Ritstjórarnir lofuðu öllu
fögru um þetta.
Hver dagurinn leið af öðrum án
þess nokkur ný spor fyndust.
En loks hinn 5. september kom
fram nýr tíu-dala gullseðill. Kaup-
maðurinn, sem lagði hann inn i
banka, mundi eftir viðskiptamann-
inum, sem látið hafði seðilinn af
hendi, en hann hafði gert kaup fyr-
ir sex sent. Lýsing kaupmannsins
á manni þessum kom lögreglunni
kunnuglega fyrir sjónir. Þessi við-
skiptavinur hafði verið John og
enginn annar!
TEKINN HÖNDUM
Rétt fyrir klukkan tíu árdegis