Úrval - 01.09.1969, Síða 127

Úrval - 01.09.1969, Síða 127
BARNI LINDBERGS RÆNT 125 svaraði Hauptmann undir eins. Hauptmann var nú leiddur inn í iögreglubíl, og bílarnir óku aftur til ljósbrúna hússins. HÚSRANNSÓKN HJÁ HAUPTMANN Anna Hauptmann góndi orðlaus af undrun á lögreglumennina, sem svo óvænt höfðu ruðzt inn í íbúð- ina og voru byrjaðir að flytja til húsgögn og kíkja í skúffur og skápa. Er hún kom auga á mann sinn, hljóp hún til hans. „Richard!“ kallaði hún upp. „Hvað er að gerast? Hefurðu gert eitthvað af þér?“ „Nei, Anna,“ svaraði hann. „Segðu mér það! Segðu mér, ef þú hefur aðhafzt eitthvað rangt!“ þrábað hún. „Komið þessari konu út,“ skipaði hvöss rödd. Leitin að sönnunargögnum hafði byrjað jafnskjótt og lögreglumenn- irnir komu inn í húsið. Fyrst var Hauptmann beðinn að koma með járnkassann, sem hann hafði áður nefnt. í ljós kom, að í honum voru aðeins sex tuttugu-dala gullpen- ingar. Þeir voru ekki að leita að þessu, sagði Sisk, heldur gulltryggð- um seðlum. Hauptmann hristi höf- uðið. Gull var gull, svaraði hann, og hann hefði ekki átt við annað en þessa skildinga. Spurningarnar komu nú ákveðnar og örar. Hvar avr afgangurinn af gullseðlunum? Hvar hafði hann fengið þá? Var sannleikurinn ekki sá, að hann hafði neytt Charles Lindberg til að afhenda þá? Til þessa hafði enginn nefnt Lind- berg á nafn. En ekki var að sjá, að Hauptmann yrði neitt hverft við að heyra hann nefndan og kvaðst ekki vita neitt um lausnarfé hans. „Til hvers notið þér þetta?“ spurði einn rannsóknarlögreglumaðurinn og rétti myndarlegan, þýzkan kíki að Hauptmann. En lögreglan hafði einmitt myndað sér þá skoðun, að barnsræninginn hlyti að hafa njósn- að um hús Lindbergs úr nærliggj- andi skógi með aðstoð góðs kíkis. Hauptmann leit snöggt á kíkinn og svaraði: „Ég hef gaman af að vera úti í náttúrunni.“ Að frátöldum þessum kíki fannst fátt í íbúðinni, sem skoðazt gat tor- tryggilegt. Þarna voru nokkur landa- eða vegakort, sem bílaþjón- ustustöðvar úthluta ókeypis. Meðal þeirra var einnig kort yfir New Jersey-fylki, þar sem Lindberg hafði átt heima, þegar barninu var rænt, og annað kort yfir Massachusetts- fylki, en úti fyrir ströndum þess fylkis átti barnið að vera samkvæmt einu bréfinu. En auðvitað gat þetta verið tilviljun. En meðan unnið var áfram að húsrannsókninni tók Sisk eftir því, að Hauptmann var farinn að haga sér dálítið kynlegt. Hann sat í stóli eins og honum kæmi þetta allt saman ekkert við, en stöku sinnum, þegar hann hélt að enginn tæki eft- ir sér, teygði hann úr sér í stólnum og horfði út um gluggann. Allt í einu spurði Sisk snegglu- lega: „Eftir hverju eruð þér að gá út um gluggann?" Hauptmann horfði á hann róleg- um, djúptliggjandi augunum og svaraði: „Engu!“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.