Úrval - 01.09.1969, Síða 128
126
ÚRVAL
Sisk gekk að glugganum og leit
út. í svo sem fimmtán metra fjar-
lægð blasti bílskúrinn við, og annað
markvert var ekki að sjá. Milli
svefnherbergisgluggans og bílskúrs-
ins var snúra eða leiðsla, sem
Hauptmann hafði sagt að tilheyrði
aðvörunarkerfi, sem hann hafði sett
upp til að hræða hugsanlega þjófa
frá að stela bíl sínum að næturlagi.
Ef hann þrýsti á hnapp við rúm
sitt, yrði samstundis skellibjart um-
hverfis bílskúrinn.
„Geymið ' þér peningana þar?“
spurði Sisk.
„Nei“, anzaði Hauptmann. „Ég
geymi hvorki peninga þar né ann-
arsstaðar."
En Sisk gaf skipun um, að bíl-
skúrinn skyldi rannsakaður.
Anna Hauptmann stó& í öngum
sínum á lítilli grasflötinni fyrir
framan húsið Og reyndi að geta sér
til um orsökina fyrir þessum ósköp-
um, sem voru að ganga yfir heimili
þeirra hjóna. Eftir að henni hafði
verið vísað út fyrir húsið hafði hún
orðið að svara hverri spurningunni
eftir aðra um athafnir þeirra hjóna
undanfarið. En vildi hún sjálf spyrja
þá einhvers, var henni ekki svarað.
Hún stóð þarna enn rétt eftir há-'
degið og þerraði grátna hvarmana,
þegar Richard maður hennar sté út
um dyrnar milli tveggja lögreglu-
manna, handj árnaður. Anna gat
ekki komið upp neinu orði. Richard
leit naumast á hana áður en stigið
var inn í bíl og ekið brott.
Anna vatt sér nú að einum lög-
regluþjóninum og spurði, hvert ver-
ið væri að fara með mann sinn. Og
nú fékk hún svar: Til lögreglustöðv-
arinnar í Greenwich-stræti á: Man-
hattan.
Er Anna spurði um ástæðuna,
hristi lögregluþjónninn einungis
höfuðið.
LTm hálfþrjú leytið báðu tveir
aðrir lögreglumenn hana að koma
með sér í einn bílinn. Er hún spurði
hvert ætlunin væri að fara, var
svarað, að farið yrði þangað sem
maður hennar væri.
HAUPTMANN NEITAR
Lögreglustöðin í Greenwich-
stræti hafði verið valin af því stað-
urinn var afsíðis og ekki eftirsóttur
af blaðamönnum að jafnaði. Þarna
var Hauptmann yfirheyrður af
meiri festu en áður. Nú leitaðist
lögreglan við að fá hann til að með-
ganga barnsrán og morð. Og það
var gengið hreint til verks.
Hafði hann ekki verið í Hopewell
í New Jersey-fylki þriðjudaginn 1.
marz 1932? Nei, svaraði hann ró-
legri röddu.
Því var hann að skrökVa? Þetta
kvöld hafði hann einmitt rænt barni
Lindbergs úr rúmi sínu. Nei, svaraði
Hauptmann, það hafði hann ekki
gert. Hann var ekki maðúrinn, sem
þeir leituðu að.
En hvað hafði hann verið að að-
hafast þriðjudaginn fyrsta marz?
Hauptmann hugsaði sig’um and-
artak: Jú, hann hafði unnið sitthvað
við smíðar á Majestic, sem var húsa-
samstæða í smíðum á Manhattan.
Rétt fyrir klukkan sjö þettá kvöld
hafði hann farið til brauðgérðar-
húss Fredericksens í Bronx að
sækja Önnu konu sína, en hún vann