Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 128

Úrval - 01.09.1969, Qupperneq 128
126 ÚRVAL Sisk gekk að glugganum og leit út. í svo sem fimmtán metra fjar- lægð blasti bílskúrinn við, og annað markvert var ekki að sjá. Milli svefnherbergisgluggans og bílskúrs- ins var snúra eða leiðsla, sem Hauptmann hafði sagt að tilheyrði aðvörunarkerfi, sem hann hafði sett upp til að hræða hugsanlega þjófa frá að stela bíl sínum að næturlagi. Ef hann þrýsti á hnapp við rúm sitt, yrði samstundis skellibjart um- hverfis bílskúrinn. „Geymið ' þér peningana þar?“ spurði Sisk. „Nei“, anzaði Hauptmann. „Ég geymi hvorki peninga þar né ann- arsstaðar." En Sisk gaf skipun um, að bíl- skúrinn skyldi rannsakaður. Anna Hauptmann stó& í öngum sínum á lítilli grasflötinni fyrir framan húsið Og reyndi að geta sér til um orsökina fyrir þessum ósköp- um, sem voru að ganga yfir heimili þeirra hjóna. Eftir að henni hafði verið vísað út fyrir húsið hafði hún orðið að svara hverri spurningunni eftir aðra um athafnir þeirra hjóna undanfarið. En vildi hún sjálf spyrja þá einhvers, var henni ekki svarað. Hún stóð þarna enn rétt eftir há-' degið og þerraði grátna hvarmana, þegar Richard maður hennar sté út um dyrnar milli tveggja lögreglu- manna, handj árnaður. Anna gat ekki komið upp neinu orði. Richard leit naumast á hana áður en stigið var inn í bíl og ekið brott. Anna vatt sér nú að einum lög- regluþjóninum og spurði, hvert ver- ið væri að fara með mann sinn. Og nú fékk hún svar: Til lögreglustöðv- arinnar í Greenwich-stræti á: Man- hattan. Er Anna spurði um ástæðuna, hristi lögregluþjónninn einungis höfuðið. LTm hálfþrjú leytið báðu tveir aðrir lögreglumenn hana að koma með sér í einn bílinn. Er hún spurði hvert ætlunin væri að fara, var svarað, að farið yrði þangað sem maður hennar væri. HAUPTMANN NEITAR Lögreglustöðin í Greenwich- stræti hafði verið valin af því stað- urinn var afsíðis og ekki eftirsóttur af blaðamönnum að jafnaði. Þarna var Hauptmann yfirheyrður af meiri festu en áður. Nú leitaðist lögreglan við að fá hann til að með- ganga barnsrán og morð. Og það var gengið hreint til verks. Hafði hann ekki verið í Hopewell í New Jersey-fylki þriðjudaginn 1. marz 1932? Nei, svaraði hann ró- legri röddu. Því var hann að skrökVa? Þetta kvöld hafði hann einmitt rænt barni Lindbergs úr rúmi sínu. Nei, svaraði Hauptmann, það hafði hann ekki gert. Hann var ekki maðúrinn, sem þeir leituðu að. En hvað hafði hann verið að að- hafast þriðjudaginn fyrsta marz? Hauptmann hugsaði sig’um and- artak: Jú, hann hafði unnið sitthvað við smíðar á Majestic, sem var húsa- samstæða í smíðum á Manhattan. Rétt fyrir klukkan sjö þettá kvöld hafði hann farið til brauðgérðar- húss Fredericksens í Bronx að sækja Önnu konu sína, en hún vann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.