Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 17

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 17
TÁNINGAR SEM STRJÚKA AÐ HEIMAN 15 býr hann fjölritað blað með per- sónulýsingum og öðrum upplýsing- um og afhendir það „leitarmönn- um“ sínum ásamt ljósmyndum, ef til eru. Leitarmenn þessir eru ald- ir upp í hverfinu og eru vel kmm- ugir öllum staðháttum þar. Þeir þekkja vel lélegu veitingahúsin, subbulegu íbúðarhúsin og alls kon- ar skuggaverur og slæpingja, sem þar halda sig. Þeim tekst oft að finna börn og unglinga, þótt at- vinnulögreglumenn hafi gefizt upp við það. Faðir 16 ára unglings- stúlku, sem strokið hafði að heim- an, kom við hjá séra Eckhardt, eftir að hann hafði leitað árangurslaust að henni í New Yorkborg í heila viku, ásamt lögreglu og einkalög- reglumanni. Hann skýrði prestin- um frá því, að hún væri með klari- net með sér. Og þessar upplýsingar urðu til þess, að einn „leitarmanna11 prests náði sambandi við ungling, sem minntist þess að hafa séð unga stúlku með klarinet í niðurníddri byggingu á Eystra 2. stræti. Það liðu aðeins nokkrar mínútur, þang- að til faðir og dóttir höfðu hitzt og voru lögð af stað heimleiðis, glöð og ánægð. Eckhardt og hinir ungu safnaðar- meðlimir hans hafa líka komið á laggirnar skoðunarferðum fyrir unglinga til hinna eftirsóttu svæða stórborganna til þess að opna augu þeirra fyrir staðreyndum lífsins. Þetta eru hinar svokölluðu „Augna- opnunarferðir“. Hann hefur þegar farið með 42 fulla vagna af ung- lingum úr ýmsum Austurfylkjum í skoðunarferðir um þessa ímynduðu „griðastaði“ unglinganna í fylgd með „leitarmönnum“ sínum. Farið hefur verið um óhreinar götur, stráðar sorpi og úrgangi, þar sem alls konar misyndisfólk og „sýn- ingartrúðar" eru alls ráðandi. Ungl- ingarnir fá að skoða kaffihúsin, diskótekin og aðra þá staði, þar sem hávær bítlatónlist er leikin, og fjölbýlishúsin, sem fólk þetta hefst við í, sambýliskommúnurnar og aðrar vistarverur. Síðan mega þeir „kanna“ svæðið í klukkustund upp á eigin spýtur. Enginn þeirra 1900 unglinga, sem farið hafa í slíkar ferðir, hefur enn orðið eftir, þegar vagnarnir sneru heim. Það hefur aldrei skeikað nema örfáum mínútum frá auglýst- um brottferðartíma í mesta lagi. Og viðhorf margra unglinga hafa líkzt viðhorfi síðhærða gagnfræðaskóla- piltsins, sem varð að orði eftir slíka „könnunarferð", „Ég hef verið að hugsa um að „leggja í hann“, en eftir að hafa séð, hvar maður lend- ir, þá geri ég mér grein fyrir því, að þetta er ekki lengur neitt fyrir mig.“ ☆ Okkur er sagt, að úlfaldinn vinni i 7—8 klukkustundir, þótt hann fái ekki dropa að drekka. Að því leyti er hann ólikur sumum mönnum, sem geta drukiíið í 7— 8 daga án þess að vinna handartak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.