Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 52

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 52
50 ÚRVAL fengu vinnu í stálverksmiðjunum.. Og okkur tókst að hafa í okkur. Heilsa mín fór smábatnandi, og brátt var jafnvel ég farinn að fá vinnu öðru hverju, þótt ég ynni stundum fyrir ósköp lítið kaup, meðan ég gekk enn. í barnaskóla. EFTIR FJÖGUR ÁR FRÁ NÆSTA FÖSTUDEGI AÐ TELJA En það hefði samt ekki orðið um neinn hlaupara að ræða, ef Charles Riley leikfimikennari hefði ekki komið til skjalanna. Hann var fyrsti hvíti maðurinn, sem ég þekkti í raun og veru. Þegar hann bað mig að byrja að æfa þegar ég var í fimmta bekk, svo að ég kæmist í frjáls- íþróttaliðið, þá var það ekki vegna þess að hann áliti mig vera neitt efni í tilvonandi frjálsíþróttameist- , ara, heldur tilvonandi lík, og það mjög fljótlega. Fætur mínir voru svo horaðir, að ég var eins og ég þjáðist af vannæringu. Sama mátti reyndar segja um allan líkama minn. „Ég get það ekki,“ sagði ég við hann. „Ég vinn eftir skólatíma.“ „Jæja, Jesse (raunverulegt nafn mitt var James Cleveland, en fólk hafði almennt breytt gælunafni mínu J.C. í Jesse), hvað segirðu þá um að æfa fyrir skólatíma?“ Því beið þessi feimni, lágvaxni kennari með hornspangargleraugun mín á gangstéttinni fyrir utan skól- ann á hverjum morgni, 45 mínútum áður en hringt var inn. Og það var engi'n ástæða til slíks. Hann kenndi mér bara um slíkt með fordæmi sínu. Og með þessu fordæmi sínu kenndi hann mér dálítið, sem ég mun aldrei gleyma, jafnvel þótt svörtu bardagamennirnir raði sér upp alla leið héðan og til Kína og hrópi, að þetta sé ekki satt. „Hin svarta hugsun“, ofstækiskenning margra ofstækismanna, sem hamp- ar nú öilu svörtu, en níðir niður allt hvítt, er í rauninni mjög svipuð „hinni hvítu hugsun“ Johns Cann- ons. Að nokkrum mánuðum liðnum litu fætur mínir enn út eins og strá- fætur. Ég vildi því hætta hlaupun- um. „Ég kemst aldrei í liðið í ár, herra Riley,“ sagði ég vonleysislega. „Hver segir, að við séum að reyna að koma þér í það í ár?“ svaraði Riley. „Þú ert að þjálfa þig undir þátttöku eftir fjögur ár frá næsta föstudegi að telja, Jesse.“ Nú fór mér að þykja gaman að hlaupa, þegar ég vissi, að ég yrði ekki knúinn til þess að taka allt of skjótum framförum. Ég slakaði á á hlaupabrautinni. Þegar ég fór úr barnaskólanum í gagnfræðaskólann, var ég farinn að nálgast gagnfræða- skólamet landsins í 100 yarda hlaupi. Og dag einn árið 1933, en þá var ég enn í gagnfræðaskóla, jafnaði ég heimsmetið, þegar ég hljóp þessa vegalengd á 9.4 sekúndum. Skyndilega var sem öll veröldin væri farin að berja að dyrum hjá mér. Blaðamenn vildu fá viðtöl. Það fóru að berast til mín bréf frá ýms- um háskólum, sem buðu mér gull og græna skóga. Þeir sendu til mín erindreka og gerðu mér alls konar tilboð, buðu mér ókeypis kennslu, nýjan bíl og 6 herbergja íbúð. Mér var meinilla við að neita. þessum tilboðum, en ég gerði það samt. Mig langaði til þess að mega halda áfram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.