Úrval - 01.08.1970, Side 73

Úrval - 01.08.1970, Side 73
bezta fyrir 50 árum. En Corelli vissi það ofur vel, að slíkar raddir eru viðkvæmar og óþægar. „Maður byrjar kannske stórkostlega,“ út- skýrði hann á ítölsku, „en hver veit, hvað gerist svo eftir fimm minútur? Kannski lokast hálsinn alveg. Kannski verður röddin alveg hljóð- laus! Það hefur komið fyrir mig.“ Ekki varð það til þess að draga úr áhyggjum Corelli, að sýningin, sem var að hefjast, var alveg geysilega þýðingarmikil fyrir hann persónu- lega. Þessi heimsmeistari í tenór- söng átti í rauninni að verja titil sinn þetta kvöld. Það hafði staðið yfir verkfall hjá hljóðfæraleikurum í dálítinn tíma eftir kyrrstöðutíma- bil sumarsins, og því hafði Corelli ekki sungið í óperu í næstum því sjö mánuði samfleytt. Þar að auki hafði hann afturkallað heilmargar sýningar vestra veturinn á undan til þess að geta dvalið á Ítalíu. Rudolf Bing, framkvæmdastjóri Metropoii- tanóperuhússins, hafði á meðan fengið spænska tenórsöngvaranum Piacido Domingo þau sönghlutverk, sem Corelli hefði sungið i, hefði hann ekki verið fjarverandi. Nú reið því á því fyrir Corelli að verja titil sinn og vinna nýjan sigur. Corelli óttaðist ekki sízt þá pynt- ingu, sem tónskáldið Mascagni hafði séð tenórsöngvaranum fyrir í upp- hafi óperunnar, aríuna, sem tenór- söngvarar um gervallan heim þekkja (og óttast) undir nafninu „Sicili- ana“. Hún er tiltölulega stutt og tónarnir ofboðslega háir. Hún krefst þess af tenórsöngvaranum, að hann æpi af öllum lífs og sálar kröftum í tvær mínútur samfleytt að tjalda- baki. Og ekki bætir það úr skák, að rödd tenórsöngvarans í „Siciliana“ er fyrsta röddin, sem áheyrendur heyra. Því gefst honum ekkert tæki- færi til þess að „hita sig upp“ í söng sínum. Honum gefst ekkert tæki- færi til þess að „prófa sig áfram“, „prófa“ áheyrendur og auka þannig smám saman sjálfstraust sitt og ör- yggi. Hann verður að byrja strax að æpa, líkt og skotið sé af fallbyssu. Mörgum tenórsöngvurum finnst svo gjörómögulegt að syngja „Siciliönu" vel, að þeir flýta sér að ljúka henni af sem mest þeir mega samkvæmt þeirri kenningu, að því skemmri tíma sem þeir setji sig í gapastokk- inn þeim mun skárri verði afleið- ingarnar. En Leonard Bernstein, er stjórn- aði hljómsveitinni sem gestur, fór fram á það, að Corelli syngi þessa aríu alveg sérstaklega hægt. Hann tönglaðist sífellt á því við Corelli, að hann yrði að syngja hana „s-o-s- t-e-n-u-t-o“, en það þýddi, að kvalir Corelli yrðu þeim mun langvinnari og hin mikla rödd hans yrði þannig reynd til hins ýtrasta. „Corelli ræð- ur við þetta,“ sagði Bernstein og hló við. „Hann hefur úlfaldalungu." Á æfingum hafði árangurinn af þessari tilraun orðið stórkostlegur. Þar var um að ræða hægustu og unaðsfegurstu „Siciliönu11 í manna minnum. En Corelli hafði aðeins sungið aríuna með hálfum raddstyrk á æfingunum. Gæti hann hafið söng sinn á þessari erfiðu aríu af fullum krafti strax í byrjun og haldið radd- styrknum með þessum kveljandi hægagangi? 71
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.