Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 118

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 118
116 þýðingarmikið íyrir okkur að vita það, jafnvel þótt þér kynni að þykja þetta lítilsverðar upplýsingar. Hef- urðu skilið þessar fyrirskipanir"? „Já“, svaraði Tuomi. „Ágætt“, sagði Galkin. Hann stóð á fætur og fór að draga upp færið. „Fjölskyldu þinni líður vel“, bætti hann við. „Ég hef þá ánægju að geta tilkynnt þér, að þau munu verða komin í splunkunýja, tveggja herbergja íbúð, þegar þú kemur heim“. Þegar Galkin minntist áfjölskyldu hans, minntist Tuomi þess, að Mið- stöðin hafði ekki sent honum nein bréf frá þeim í tæpt ár. „Ég skal athuga málið“, sagði Galkin. „Jæja, þú ættir að koma þér burt sem fyrst. Gangi þér vel“. Tuomi ók burt frá Greystone- járnbrautarstöðinni klukkan 11.46 fyrir hádegi. Hann ók í alls konar krókum um hæðirnar fyrir utan Yonkers til þess að fullvissa sig um, að Rússarnir veittu sér ekki eftirför. Svo stanzaði hann við símaklefa einn, sem var við hlið- ina á lítilli veitingastofu. „Hvernig gekk það‘? spurði Jack, sem kom í símann. „Það voru engin vandræði“, svar- aði Tuomi. „En það er margt, sem ég þarf að skýra ykkur frá“. HÚRRA FYRIR AMERÍKU! Skömmu eftir klukkan 1 e.h. kom Tuomi til fundar við þá Jack og Steve, sem biðu hans í leyniíbúð Alríkislögreglunnar í Jacksonhæða- hverfinu. „Segðu okkur frá því, hvað gerðist", sagði Jack. „Við ætl- um að bíða með spurningar okkar, ÚRVAL þangað til þú hefur lokið frásögn þinni“. Þeir hlustuðu þögulir á hann og sýndu yfirleitt engin svipbrigði. Þó brá út af því. Það mátti tvisvar greina það á svip þeirra, að þeir urðu æstir, þ.e. þegar Tuomi sagði, að það ætti bráðum að setja hann yfir þrjá bandaríska njósnara, og svo þegar hann skýrði þeim frá nýju verkefnunum, sem Galkin hafði fengið honum. Strax og Tu- omi hafði lokið frásögn sinni, spratt Jack á fætur og átti dularfullt sam- tal við einhvern. „Við erum hérna með dálítið í fórum okkar, sem þú ættir að sjá tafarlaust11, sagði hann í símann. „Já, það verður tilbúið í kvöld“. Þeir fóru nú allir að útbúa skýrslu, þar sem greint var frá öllu, sem Galkin hafði sagt. Þeir unnu all- an síðari hluta sunnudagsins og fram á nótt. Þeir slepptu alveg kvöld- matnum, svo að skýrslan yrði sem fyrst tilbúin til sendingar til Alrík- islögreglunnar í Washington. Það var liðið nokkuð langt fram yfir miðnætti, þegar Tuomi lagði af stað heim. Hann var svangur og ör- þreyttur, en samt í léttu skapi. Aug- sýnilega hafði honum tekizt að halda velli sem „tvöfaldur" njósn- ari. Hann virtist ekki hafa valdið neinum grunsemdum meðal yfir- boðara sinna í Miðstöðinni. Nú liði ekki á löngu, þangað til hann fengi tækifæri til þess að sjá börnin sín aftur og faðma þau að sér. Hugsanir hans snerust nú allar um fjölskyldu hans og hans eigin hagi. Hann gerði sér ekki grein fyr- ir því, að endurfundir þeirra Gal-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.