Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 96

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL Moskvú. „Við fundum þetta í skjalatösku þinni“, sagði hann. „Hvað er þetta“? „Meðal“, svaraði Tuomi. 'Það var algengt bandarískt vöru- merki utan á flöskunni. Don setti aðra flösku á borðið. Hún var eins útlits og hin flaskan. Svo tók hann eina töflu úr hvorri flösku, lagði þær hlið við hlið og skipti þeim í sundur í miðju með vasahníf. „Líttu á, Kaarlo", sagði hann. „Þessi tafla er hvít í gegn. Taflan úr flöskunni þinni hefur aðeins hvíta húð, en hún er bleik að inn- an. Hvemig geturðu útskýrt það“? „Það veit ég ekki“, svaraði Tu- omi. „Jæja, einmitt það. Sérfræðing- arnir á rannsóknarstofunni okkar vita það samt“, svaraði Don. „Þeir segja, að töflurnar þínar hafi að geyma sérstakt efnasamband, sem sé ekki framleitt í Bandaríkjunum. Þeir skýra okkur líka frá því, að einu hugsanlegu notin fyrir þetta efnasamband séu framköllun ein- hjvers konar ósýnilegrar Skriftar. Hvað segirðu um það“? „’Ég hef ekkert um þetta að segja“. „Nú er kominn tími til þess, að við ræðumst við í fullr'i hrein- skilni", hélt Don áfram. „Öll þessi sönnunargögn benda til þess, að þú sért sovézkur njósnari, sem hefur verið sendur hingað í njósnaför. Við vitum reyndar, að þannig ligg- ur í málinu. Þú hefur komizt inn í Bandaríkin á ólöglegan hátt. Hið eina, sem við þurfum að gera, er að vísa þér úr landi. . . . afhenda þig Rússunum. Þeir munu sjá um þig fyrir okkur“. Hann þagnaði. „Hugsaðu málið og reyndu að draga réttar ályktanir af stað- reyndunum. Engir hjá KGB munu trúa þér, ef þú segir þeim satt og rétt frá því, sem fyrir þig hefur komið hér í Bandaríkjunum. Menn- irnir, sem skipulögðu sendiför þína, munu einfaldlega ekki vilja trúa því, að þeim hafi orðið á slík mis- tök. í bezta lagi munu þeir halda, að þú sért að ljúga til þess að leyna einhverjum heimskulegum mistökum, sem þér hafa orðið á. Og þeir munu hafa horn í síðu þér vegna mistakanna. Þú munt kom- ast á svartan lista hjá þeim. En það er samt miklu líklegra, að þeir gruni þig um eitthvað enn verra. Það er alveg sama, hvað þú gerir eða segir. Húsbændur þínir munu samt aldrei sannfærast um það, að þú hafir ekki samið við okkur og að við höfum sent þig aftur til Sovétríkjanna sem bandarískan njósnara. En fari nú svo, að þú ákveðir á hinn bóginn að vinna með okk- ur....“ Don hafði varla lokið setning- unni, þegar Tuomi hrópaði reiði- lega: „Hvers vegna ætti ég að vinna með fulltrúum þjóðfélagskerfis, sem er að hrynja til grunna? Þið eruð að tapa! Við erum að vinna“! Þetta var fyrsta raufin, sem rof- in hafði verið í varnarmúr Tuomi. Og rannsóknarlögreglumennirnir notfærðu sér það. „Þú hefur ferðazt heilmikið um í landi okkar síðustu mánuðina", svaraði Jack. „Finnst þér líta þann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.