Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 119

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 119
NJÓSNARINN SEM SKIPTI UM SKOÐUN 117 kins á bökkum Hudsonárinnar og hin nýju verkefni hans kynnu að snerta sögulega stóratburði og nýtt hættuástand. Því síður gat hann gert sér grein fyrir því, hversu mjög hann hafði hjálpað Banda- ríkjamönnum til þess að auka styrk sinn og gert þeim þannig kleift að snúast gegn þessum nýja vanda. Frá því í apríl 1959 þangað til í september árið 1962 hafði Tuomi skipzt á fleiri tugum orðsendinga við Miðstöðina í Moskvu. Sumar voru skrifaðar með ósýnilegu letri og sendar í venjulegum pósti. En margar voru sendar á fjóra felu- staði, sem valdir höfðu verið fyrir hann í New York. Menn Alríkis- lögreglunnar höfðu stöðugar gætur á þessum felustöðum, og þannig tókst þeim að komast að því, hverj- ir hinir ýmsu sovézku njósnarar voru, sem komu á felustaði þessa til þess að sækja orðsendingar eða skilja þær þar eftir. Þessum njósn- urum var svo veitt stöðug eftirför, og þannig fann Alríkislögreglan aðra felustaði og aðra njósnara. Smám saman tókst Alríkislögregl- unni að komast þannig á snoðir um heilt kerfi sovézks njósnastarfs í Bandaríkjunum. Afleiðinganna af því, sem Alrík- islögreglan varð þannig áskynjaum, gætir iafnvel á sumum sviðum enn þann dag í dag. Þess vegna er eng- inn líklegur til þess að ljóstra upp um allan þann ávinning, sem fékkst á þennan hátt. En samt er það aug- ljóst, að mönnum Alríkislögregl- unnar tókst að afla sér ómetanlegs skilnings á hugsanagangi mannanna í Kreml með því að meta og sund- urgreina fyrirskipanirnar, sem njósnurunum bárust frá Miðstöð- inni í Moskvu. J. Edgar Hoover, yf- irmaður Alríkislögreglunnar, til- kynnti forsetanum það strax í ágúst árið 1961, að Rússar væru farnir að leita ákaft að vísbending- um um, að Bandaríkin væru í þann veginn að hervæðast til undirbún- ings styrjöld. Sovézkum njósnurum í Bandaríkjunum tóku að berast tíðari og ákafari fyrirskipanir um það árið 1962, að leita ákaft að slíkum vísbendingum. Og slíkar fyrirskipanir urðu smám saman tíð- ari og ákveðnari. f haustbyrjun fóru þessar stöð- ugu og áköfu fyrirskipanir Mið- stöðvarinnar í Moskvu að valda á- hyggjum meðal njósnasérfræðinga í Washington, sem unnu að því að vega og meta allar leynilegar upp- lýsingar. Ástæðan fyrir þessum á- hyggjum þeirra var einfaldlega sú, að Bandaríkin höfðu ekki byrjað neinn slíkan undirbúning né höfðu í hyggju að gera neitt, sem rétt- lætt gæti þá trú Sovétmanna, að hervæðing Bandaríkjamanna væri á næsta leiti. Hvers vegna voru Rússar þá haldnir þessum ótta? Hin endanlega og ógnvænlega ályktun, sem sumir bandarísku sérfræðing- arnir drógu af þessari trú Rússana, var sú, að þeir hlytu sjálfir að vera að vinná að einhverjum fram- kvæmdum, sem væru þess eðlis, að vænta mætti, að Bandaríkin færu að búa sig undir styrjöld, ef þau kæmust að þeim. Og næsta veigamikla spurning- in var svo þessi: Hvar var líkleg- ast, að unnið væri að slíkum fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.