Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 54

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 54
52 ÚRVAL sem ég átti. Negrar höfðu sótt 01- ympíuleika áður, og þeir höfðu sigr- að áður. En miklu meira var búizt við af mér. Adolf Hitler var í óða önn að hervæða land sitt gegn öll- um heiminum. Hann misnotaði Ol- ympíuleikana og breytti þeim í keppni milli einræðis og frelsis. Á vissan hátt var ég að. keppa gegn Hitler sjálfum og goðsögn hans um „yfirburði aríska kynstofnsins“. Ég var skráður í í'jórar keppnir, og Hitler hafði látið þrautþjálfa bezta íþróttamann sinn, Lutz Long að nafni, svo að hann mætti sigra mig í einni keppninni. Ég átti heimsmet í langstökki, og aðeins Long einum hafði enn tekizt að nálgast það met. Undanrásirnar fyrir þessa sér- stöku keppni voru rétt eftir að leik- arnir hófust. Lutz Long setti nýtt Olympíumet við fyrstu tilraun í undanrásinni þennan ágústdag á Berlínar-leikvanginu. í fyrstu und- anrás! Þegar röðin kom að mér, reis Hitler upp úr stúku sinni og stikaði út. Ég var óður, óður af hatri, svo að mér mistókst fyrsta tilraunin. í annarri tilraun stökk ég ekki nógu langt til þess að komast í úrslit. Ég átti nú aðeins eftir eina tilraun. Og ég varð því gripinn æð- islegum ótta. Lutz Long stóð þar nálægt og var að rabba við nokkra vini sína. Hann var hávaxinn, stór- kostlega vel byggður, með skollitað hár. Áhyggjulaus og öruggur ungur maður, Aríi. Ég gekk svolítið af- síðis. Ég skalf á beinunum. Nú var ég kominn aftur suður til Oakville. Ég var niggari. Skyndilega fann ég, að einhver tók þéttingsfast í handlegg mér. Ég sneri mér við og leit beint inn í heiðblá augu sjálfs Longs. „Þú ert betri stökkvari en þetta,“ sagði hann. „Hvað hefur hlaupið í þig? Var það kannske það, sem Hitler ríkiskansl- ari gerði? Heyrðu, þú verður að komast í úrslit.“ Honum tókst að róa mig. Hann stakk upp á því, að ég drægi línu á bak við ráspallinn og stykki þaðan, en ekki af ráspall- inum. Og ótti minn hvarf sem dögg fyrir sólu. Og í þriðju og síðustu tilraun minn tókst mér að ná nægi- lega góðum árangri til þess að kom- ast í úrslit. Ég hafði jafnvel stokk- ið einu feti lengra en nauðsynlegt var til þess. Næstu kvöldin sátum við Lutz og röbbuðum saman langt fram á nótt. Við töluðum um okkur sjálfa og veröldina. Við stofnuðum þarna til vináttutengsla. Og Lutz varð einn af mínum beztu hvítu vinum, þó að það ætti ekki fyrir okkur að liggja að sjást aftur. (Hann féll í síðari heimsstyr j öldinni). Ég vann fern gullverðlaun. Og Lutz var viðstaddur sem áhorfandi, þegar ég vann þrjú þeirra, og hvatti mig ákaft. Þar var um að ræða verðlaun í 100 metra og 200 metra hlaupi og í boðhlaupi. Við kepptum til hins ýtrasta í langstökkinu. Þeg- ar mér tókst loks að sigra, dró Lutz mig fram fyrir áhorfendur, lyfti handlegg minum og hrópaði til manngrúans: „Jes-se Ow-ens! Jes- se Owens! „Hitler yggldi sig illilega. Manngrúinn tók undir hróp Lutz: „Cha-zee Oh-wens! Cha-zee Oh- wenz!“ hljómaði úr öllum áttum. Ég varð gagntekinn af hrifningu. Nú átti ég það Lutz að þakka, að ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.