Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 13

Úrval - 01.08.1970, Blaðsíða 13
TÁNINGAR SEM STRJÚKA AÐ HEIMAN 11 að foreldrar þeirra muni þannig geta fundið þá. Um 66% af skráð- um strokuunglingum í New York- borg finnast innan þriggja daga. Hlutfallstalan er svipuð í Boston. Flestir strokuunglingarnir hafa flúið burt í reiði eða örvæntingu, og því hafa þeir hvorki peninga meðferðis fyrir nauðþurftum né nægilegan fatnað. Og þá skortir til- finnanlega mikilsverð sambönd í ó- kunnri borg. Piltarnir komast venjulega að því, að hinir raun- verulegu hippar eru farnir burt úr hverfinu og að þeir eru of ungir til þess, að nokkur „sambýlishóp- ur“ viðurkenni þá og leyfi þeim að slást í hópinn, nema þeir hafi peninga, eiturlyf, bíl eða bifhjól til umráða. É’g virti nýlega fyrir mér pilt, um 16 ára gamlan, sem var að slæpast um á Sankti Markúsartorgi í Austurþorpinu (East Village) í Mew Yorkborg. Ýmsir gáfu sig að piltinum, t.d. hórmangari, augsýni- legur kynvillingur og fimm sóða- legir ofdrykkjumenn frá drykkju- mannastrætinu Bowery þar í grenndinni. Pilturinn varð óróleg- ur og gekk út að fjölförnu götu- horni. Svo fór hann inn á litla mat- stofu. Loks sá ég hann vera að tala við mann, sem fór með hann inn í subbulegt hús. Seinna frétti ég, að þar hefði pilturinn fengið að hírast í vesælli herbergiskytru. f- búar kytrunnar voru fjórir talsins og sváfu þar á þrem óhreinum dýn- um án nokkurra rúmfata. Pilturinn var neyddur til þess að setja alla vasapeninga sína (þrjá dollara og fjörutíu sent) í sam- skotabaukinn, sem var kaffidós, til þess að fá að hirast í kytrunni. Næsta dag var honum skipað að útvega nægan mat handa hópnum, en sú skipun þýddi, að hann átti að betla á götunum, stela eða grát- biðja matvörukaupmenn um matar- bita. En hann var samt tiltölulega heppinn. Mörgum strokuunglingum tekst alls ekki að finna neinn svefn- stað eða þeir fá að vera hjá kyn- villingum eða eiturlyfjaneytend- um. Stúlkur (14 og 15 ára stúlkur eru fjölmennasti hópur meðal stroku- stúlknanna) eiga ekki í eins mikl- um vandræðum með að komast inn í sambýlishópana. Þeim er miklu frekar veittur aðgangur að komm- únuíbúðunum. Oft eru þær svo auð- trúa og reynslulitlar, að þær sjá ekki fyrr en um seinan, hvers kon- ar vandræðafólk hefur lagt undir sig þessi svæði, sem strokuungling- arnir leita helzt til, vandræðafólk sem er oft samvizkulaust og svífst einskis. Oft eru þær neyddar til búðaþjófnaða, eiturlyfjaneyzlu, vændis og hópsamfara. Ekki eru hinir eldri leiðtogar þessara hópa heldur alltaf áreiðan- legar persónur, þó þeir komi oft fremur vel fyrir. Þar er um að ræða menn, sem hafa gerzt vernd- arar hópsins og forsjármenn, sem siá hópnum fyrir „öruggu hæli“. Einn slíkra manna var Charles Manson, hinn 35 ára gamli fyrr- verandi fangi og leiðtogi „fjölskyld- unnar“, sem var kærð fyrir morðið á leikkonunni Sharon Tate og sex öðrum persónum í Hollywood í fyrra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.