Úrval - 01.10.1970, Qupperneq 4
2
ÚRVAL
/
STÚLKAN
í DRANGEY
Ég kann að segja af einni
ágætri mey;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
I Drangey norður drós var ein,
dregla lindin þýða,
mætri hélt hún meydóms grein,
og margar dyggðir fríðar
sú bar svinnust silkirein,
sæmd í vizkuþrey;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
Ef af kappi ausið er,
anzaði blóminn kvenna,
í gegnum boða, skafl og sker
skal skútu stafninn renna,
svo hvern dag sjáið og heyrið þér
eg hræðist dauðann ei;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
Aldrei verður ofsagt frá
afbragði slíku fljóða.
Lukkaðist allvel laufaná
og lending fékk hún góða.
Læsi eg aftur ljóða skrá
um ljúfa heiðursmey;
allvel stýrði hún öldusjó í Drangey.
Ókunnur höfundur.
V._____________________________________________>
eru ritstjórar Readers Digest, sem
safnað hafa efni í bókina og lagt
í það mikla vinnu og erfiði. í þessu
hefti birtum við enn einn þátt úr
þessari bók, og líklega þann, sem
furðulegastur mun þykja. Hann
segir frá því, hvernig Rússar reyna
að ná tangarhaldi á mönnum með
því að leggja fyrir þá gildrur og
beita gjarnan girnilegu kvenfólki
sem tálbeitu. „Svöluhreiðrið“ segir
aðallega frá einu máli, þ.e. hvernig
KGB tókst að leggja snöru fyrir
sendiherra Frakka í Moskvu, en
ýmsum atriðum þess máls hefur
verið haldið leyndum árum saman.
Ekki er vert að segja meira frá efni
bókarinnar, því að hún er spennandi
frá upphafi til enda, eins og skáld-
saga af beztu tegund — en samt
deginum sannari, að því er fullyrt
er.
MARGT FLERA EFNI mætti benda
á í þessu hefti, svo sem grein um
Margaret Mead, bandaríska mann-
frœðinginn, sem lœtur sér ekkert ó-
viðkomandi og er sextug að aldri öll
á bandi unga fólksins og segir, að í
fyrsta skipti í sögunni geti eldri
kynslóðin lœrt af œskunni. Þá er
vert að mæla með langri grein um
orsákir streitu í borgarlífi nútímans.
Þessi margumtalað streita er orðið
mikið vandamál, en stöðugar rann-
sóknir á orsökum hennar ættu að
geta leitt til góðs árangurs. í þessari
grein segir frá fjölmörgu, sem ekki
hefur áður komið fram um streit-
una. Loks er grein um nýstárlega
fangáhjálp,, sem vissulega vœri at-
hugandi að koma á fót hér á landi og
ýmislegt fleira.