Úrval - 01.10.1970, Síða 6
4
i-
SK*
*±
smásögur
.uni .
stormenm
NIELS BOHR, hinn heimskunni,
danski vísindamaður, var gaman-
samur í betra lagi, og eru margar
skopsögur af honum sagðar. Hér á
eftir fer ein þeirra:
Eitt sinn hitti maður nokkur Ni-
els Bohr í samkvæmi og gat ekki
látið hjá líða að spyrja þennan
heimsfræga vísindamann „vísinda-
legrar“ spurningar.
Spurningin var á þessa leið:
— Er það rétt, sem ég hef lesið,
að tíu vetnissprengjur nægi til þess
að tortíma jörðinni?
Prófessorinn horfði eitthvað út í
bláinn og sagði lágt eins og hann
væri að tala við sjálfan sig:
— Getur staðið heima, — en
jörðin er nú líka ein af minnstu
r eikist j örnunum.
BJÖRN GUNNLAUGSSON var
einstakur maður að gáfum og at-
gerfi, en mjög viðutan. Hann var
kennari í Bessastaðaskóla, eins og
kunnugt er, og ókvæntur framan
af ævi.
Samkennarar hans og vinir ýttu
mjög undir hann að fá sér konu,
og þótti þeim helzt ráð að bera
niður hjá Ragnheiði í Sviðholti,
ekkju Jóns lektors, enda var hún
vel að sér og vinfengi mikið á milli
hennar og Björns. Kom Björn oft
í heimsókn til hennar og hafði
mikla ánægju af að tala við hana.
Nú kom að því, að vinir Björns
höfðu talið hann á að bera upp
bónorðið við Ragnheiði og fór hann
að Sviðholti í þeim erindagjörðum.
Hann sat drykklanga stund og
rabbaði um alla heima og geima,
en ekkert varð af bónorðinu.
Þegar hann hafði kvatt og var
kominn heim á leið, rankaði hann
við sér og mundi loks eftir því, að
hann hafði gleymt sjálfu aðalat-
riðinu.
Hann snýr þá að Sviðholti aftur,
hittir Ragnheiði og segir:
— Heyrið þér, frú Ragnheiður!
Viljið þér eiga mig?
— Já, segir hún.
— Jæja, þakka yður kærlega
fyrir. Verið þér svo sælar, sagði
Björn, setti á sig hattinn og fór.
HOLBERG vildi neyða nábúa sinn
til þess að drepa hana sinn, því að
hani þessi hafði oftar en einu sinni
raskað næturró skáldsins.
Nábúinn svaraði:
—• Ef Holberg barón getur þjón-
að hænunni á sama hátt og han-
inn, þá er það ekki nema sjálfsagt.
FRANSKI glæpasagnahöfundurinn
Georges Simenon sagði eitt sinn í
spaugi við blaðamann, sem var að
eiga viðtal við hann: