Úrval - 01.10.1970, Síða 8
Þú ert daglega
hálfsofandi
EFTIR WILLIAM JAMES
Allir kannast við það,
hvernig það er, að
verða að hefja eitt-
hvert starf, hvort sem
það er andlegt eða lík-
amlegt, þótt maður sé
sljór og þreyttur, —
þótt manni finnist sem
maður sé „garnall", eins
og leiðsögumaður einn
í Adirondack-fjöllunum
orðaði það í viðtali við
mig. Og allir kannast
við það fyrirbrigði, að
komast í raunverulegt
vinnuskap. Sú kennd er
sérstaklega sterk, þeg-
ar gripið er til þess, sem
nefna mætti „varasjóð“
kraftanna.
Venjulega hættum
við starfi, strax og við
verðum fyrst vör við
þreytuna. Þá höfum við
gengið nógu langt, leik-
ið okkur eða unnið
„nógu“ lengi, svo að
við hættum. En þegar
óvenjuleg nauðsyn
neyðir okkur til að
halda áfram, verðum
við vör við furðulegt
fyrirbrigði. Þreytan
eykst upp að vissu
marki, en þá hverfur
hún annað hvort smám
saman eða skyndilega,
og við erum óþreyttari
en áður en við hófum
vinnuna!
Við höfum þá auð-
sýnilega gripið til orku-
varasjóðs. Það getur
verið um að ræða ann-
an innri varasjóð og
enn annan. Við finnum
búa í okkur slíkan kraft,
slíka fyrirhafnarlausa
afkastagetu, sem okkur
dreymir aldrei um að
eiga, orkuuppsprettu,
sem er venjulega ekki
gripið til, vegna þess
að venjulega gefumst
við upp fyrir hindrun
fyrstu þreytukenndar-
innar.
Flestum okkar kann
að takast að viðhalda
vellíðunarkennd, þótt
við ausum af þessari
varaorku. Sérhver veit,
að dag hvern blunda
með honum kraftar,
sem venjulega eru ekki
vaktir. Við erum að-
eins hálfvakandi, ef
fniðað er við það, sem
við ættum að vera.
Eldmóður okkar er
fjötraður, kraftar okk-
ar blundandi. Við not-
um aðeins lítinn hluta
raunverulegra andlegra
og líkamlegra orku-
linda okkar.
Aðeins einstaka menn
nota þrek sitt til hins
ýtrasta. Hverju geta
menn þessir þakkað
það, að hafa losnað
undan þeim vana, sem
bundið hefur okkur hin,
þeim vana, að temja
sér lakari afköst en
orkuforði okkar gefur
tilefni til? Svarið er
einfalt: annað hvort
fyllir einhver óvenju-
leg örvun þá æsandi
eldmóði eða einhver
óvenjuleg hugmynd um
nauðsyn orkubeitingar-
innar fær þá til þess að
beita meira viljaþreki.
Ný ábyrgðarstaða
mun til dæmis venju-
lega leiða það í liós, að;
maðurinn er miklu
sterkari en gert var ráð
fyrir. Starfsferill Crom-
6
— Úr „The Energies of Men“ —