Úrval - 01.10.1970, Page 13

Úrval - 01.10.1970, Page 13
NÝ VITNESKJA UM TUNGLIÐ 11 kenningu að engu, að tunglið hafi upphaflega myndazt í öðrum hluta sólkerfisins og síðan hafi jörðin dregið það nær sér með aðdráttar- afli sínu, um leið og það sveif fram hjá henni. Þriðja kenningin er sú, að jörðin og tunglið hafi myndazt samtímis og á sama hátt. Samkvæmt þeirri kenningu bárust sameindir stjarn- ryks, lofttegunda og alls kyns ,,geimrusls“ fram og aftur tilviljun- arkennt eins og popkorn í popkorns- vél. Agnirnar rákust saman og sum- ar festust saman og mynduðu stærri agnir úr föstu efni, sem drógu til sín fleiri geimagnir og ryk, þangað til úr þessu urðu að lokum heilar reikistjörnur. Vísindamönnum kem- ur að vísu ekki saman um hin ein- stöku atriði kenningarinnar, en flestir þeirra eru þó sammála um, að tunglið kunni að hafa orðið til á svipaðan hátt. En tunglefni þau, sem hingað til hafa náðzt, sanna hvorki né afsanna slíkar kenningar. En steinarnir eru samt heilmikill fíársjóður í augum vísindamann- anna, því að í þeim finnast agnir af siálfri sólinni í formi frumefna, sem nefnast „sjaldgæfar lofttegundir“ (sem kallast slíku nafni, vegna þess að þær eru óskaplega sjaldgæfar í iarðefnum og efnum flestra loft- steina). Hvað snertir þær „síald- gæfu lofttegundir“, sem fyrir finn- ast hér í jarðefnum, er álitið, að þær hafi lokazt inni í hinu upphaflega efni iarðarinnar, þegar það myndað- ist. Sumar þeirra birtast sem auka- efni, er geislavirk frumefni ganga úr sér. En hvorug þessara aðferða er samt nægileg skýring á því miklu meira magni sjaldgæfra lofttegunda, sem finnast í tunglsteinum, þ.e. 10.000 sinnum meira magn en í dæmigerðum loftsteinum. Hvaðan koma þessar sjaldgæfu lofttegundir? Svarið er á þá leið, að þær komi frá sólvindinum, hinum risavaxna, stöðuga loftstraumi, sem myndast við sjóðandi hitann á yfirborði sólar og streymir hundrað milljóna mílna vegalengdir út í geiminn. „Tunglið er ekki varið af gufuhvolfi né segul- svæði, og því rekast þessar agnir í sólvindinum á yfirborð þess og hluti þeirra festist í steinum og jarðvegi á yfirborðinu," segir Robert Pepin, eðlisfræðingur við Minnesotahá- skóla þessu til skýringar, en hann hefur verið yfirmaður rannsóknar- liðs, sem rannsakað hefur hinar sjaldgæfu loftegundir í tunglgrjót- inu og rykinu. „Við búumst við að læra áður en yfir lýkur heilmikið um efnasamsetning sólarinnar af þessum loftegundum í tunglgrjótinu og að öðlast kannske betri skilning á því, hvernig og hvers vegna ytra gufuhvolf sólarinnar streymir raun- verulega stöðugt út í geiminn.“ FTJNDIN EIN BILLJÓN ÁRA Tunglgrjótið hefur einnig veitt skýringu á því fyrirbrigði, sem nefnt er „karlinn í tunglinu“. Ant- hony Turkevich prófessor við Chi- cagoháskóla hefur komizt að raun um, að tunglgrjótið, sem barst hing- að með Apollo 11., hefur dökkan blæ, sem orsakast líklega af því, að í því er mjög mikið af málmum, sem hafa meiri frumeindaþunga en kalsíum, t.d. málmarnir titanium og járn. Þetta tunglgrjót frá Hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.